Innlent

Meintir kannabisræktendur lausir úr haldi

MYND/DANÍEL

Tveir karlar á þrítugsaldri, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöld í tengslum við rannsókn á kannabisræktun á Kjalarnesi, eru nú lausir úr haldi lögreglu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en mennirnir voru yfirheyrðir í dag.

Þá segir ennfremur að í umræddu máli hafi lögreglan fundið 621 kannabisplöntu í iðnaðarhúsnæði á Melunum ofan Vesturlandsvegar, norðan Leiruvegar og Varmadalsvegar.

Plönturnar voru á ýmsum stigum ræktunar en á sama stað var einnig lagt hald á tæplega 5 kg af marijúana og svipað magn af kannabislaufum.

Af aðstæðum innandyra mátti ráða að um afar umfangsmikla kannabisræktun var að ræða og hefur lögreglan ekki áður séð neitt í líkingu við þetta.






Tengdar fréttir

Meintir kannabisræktendur enn í haldi

Mennirnir tveir sem handteknir voru í gær í Iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi eru enn í haldi lögreglu. Yfirheyslurm er ekki lokið. Lögregla stöðvaði í gærkvöldi umfangsmestu kannabisræktun sögunnar þegar hún lagði hald á 621 kannabisplöntum, tæplega 5 kg af marijúana og svipað magn af kannabislaufum.

Nágrannar grunlausir um risa kannabisræktun

Það fór lítið fyrir umfangsmestu kannabisræktun sögunnar en nágrannar sem Vísir hafði samband við höfðu ekki hugmynd um þá ólöglegu starfsemi sem átti sér stað í húsnæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×