Enski boltinn

Brandararnir hans Ancelotti slá í gegn hjá Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti er að gera flotta hluti með Chelsea-liðið.
Carlo Ancelotti er að gera flotta hluti með Chelsea-liðið. Mynd/AFP

Ray Wilkins, aðstoðarknattspyrnustjóri Carlo Ancelotti hjá Chelsea segir að góður húmor Ítalans hafi hjálpað honum mikið til að komast inn í hlutina hjá enska félaginu. Chelsea hefur aðeins tapað 2 af 21 leik undir stjórn Ancelotti og er sem stendur með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Það hefur ekki reynst Ancelotti erfitt að aðlagast hlutunum á Brúnni. „Ég hef verið sérstaklega hrifinn af persónulegu hliðinni hans. Hann er mjög fyndinn og alltaf að segja brandara. Ég þarf reyndar að þýða brandarana ef hann ætlar að gefa meira af sér í þá," segir Wilkins.

„Hann segir leikmönnum mikið af brandörum og honum gengur vel að eiga við leikmennina. Húmorinn hans á örugglega sinn þátt í því hversu vel gengur inn á vellinum," segir Wilkins en tekur jafnframt fram að Ancelotti þekki vel stund og stað sem passa fyrir eins góðan brandara.

„Ancelotti er besti þjálfarinn í heimi," segir Didier Drogba sem hefur farið á kostum síðan að Ancelotti tók við liðinu. „Ég elska það hvernig hann stjórnar liðinu og hvernig hann róar okkur niður. Við vinnum vel fyrir hann er með bros á vör. Hann er líka mjög fyndinn, bæði á æfingasvæðinu sem og í búningsherberginu þar sem alltaf er mjög gott andrúmsloft," segir Drogba.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×