Enski boltinn

Viðræður enn í gangi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tom Hicks og George Gillett.
Tom Hicks og George Gillett. Nordic Photos / Getty Images
Viðræður eru enn í gangi um sölu enska knattspyrnufélagsins Liverpool til fjárfestingahóps í Kúvæt.

Fyrr í vikunni greindi talsmaður fjárfestingahópsins að frá því að bandrískir eigendur Liverpool, þeir Tom Hicks og George Gillett, væru að fara fram á of mikið fyrir félagið.

En nú hefur verið greint frá því að aðilar munu hittast á næstu tveimur vikum og reyna að komast að samkomulagi.

„Okkur er full alvara með þessum viðræðum og hlutirnir geta breyst," sagði Abdulla Al-Sagar, talsmaður fjárfestingahópsins. „Hicks og hans fólk er indælt fólk og mjög hógvært."

„Við erum miklir stuðningsmenn og við viljum endilega að eitthvað gerist. Við viljum byggja nýjan leikvang á Stanley Park og láta liðinu ganga virkilega vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×