Svo gæti farið að Michael Ball sé á leiðinni til Portsmouth en hann er sem stendur án félags.
Ball er vinstri bakvörður og kæmi því til með að berjast um sæti í byrjunarliði við Hermann Hreiðarsson sem á nú við meiðsli að stríða.
Portsmouth er enn án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir fyrstu sex umferðirnar. Paul Hart, stjóri liðsins, segir að vörn liðsins eigi í vandræðum.
„Við erum eð gera of mörg mistök í varnarleik okkar og það hefur reynst okkur dýrkeypt," sagði Hart.
Ball hefur einnig verið orðaður við Notts County. Þar er Sven-Göran Eriksson yfirmaður íþróttamála en hann fékk hann til Manchester City á sínum tíma.