Everton náði að semja við varnarmanninn Johnny Heitinga áður en félagsskiptaglugganum lokaði en enska félagið hafði áður náð samkomulagi um 5 milljón punda kaupverð við Atletico Madrid.
Heitinga skrifaði undir fimm ára samning á Goodison Park eftir að hafa staðist læknisskoðun hjá félaginu.
Heitinga er fenginn til þess að fylla skarð Joleon Lescott, sem fór sem kunnugt er til Manchester City á dögunum, en Hollendingurinn verður ennfremur í treyju númer fimm líkt og Lescott á tíma sínum hjá Everton.