Samkynhneigður dómari fær rauða spjaldið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. júní 2009 13:30 Halil Ibrahim Dincdag er ekki sáttur. Nordic Photos/AFP Fótboltayfirvöld í Tyrklandi eru í kastljósi fjölmiðla þessa dagana eftir að þau ráku dómara sem hafði ekki gert neitt annað af sér en viðurkennt að hann væri samkynhneigður. Dómarinn sem kom út úr skápnum heitir Halil Ibrahim Dincdag og hann ætlar ekki að láta labba yfir sig á skítugum skónum heldur hefur hann kært knattspyrnusambandið í Tyrklandi fyrir meðferðina. „Þeir héldu að ég væri bara lítill maur sem þeir gætu stigið ofan á. Þeir héldu að ég myndi hlaupa burt og fela mig út í horni. Það kemur ekki til greina. Þeir hafa eyðilagt líf mitt og ég mun berjast við þá alla leið," sagði Dincdag ákveðinn. Hann var ekki bara rekinn sem dómari heldur einnig sem útvarpsmaður. Hinn 33 ára gamli Dincdag hafði dæmt knattspyrnu í Tyrklandi í 13 ár. Mikið fjölmiðlafár varð þegar upp komst um málið í maí og dómarinn neyddist til að flýja til Istanbúl svo fjölskyldan hans myndi ekki verða fyrir frekara ónæði vegna málsins. Á endanum ákvað hann að binda enda á slúðurfréttirnar og mætti í vinsælan íþróttaþátt í sjónvarpi þar sem hann staðfesti að vera samkynhneigður. „Daginn sem fjölmiðlar byrjuðu að skrifa um mig fór ég í dá. Daginn sem ég fór í sjónvarpið dó ég. 33 ár eru horfin úr lífi mínu og ég geri ekkert annað en að endurbyggja líf mitt," sagði Dincdag. Það þótti ákaflega hugað af Dincdag að koma fram í sjónvarpi. Samkynhneigð er ekki ólögleg í Tyrklandi en miklir fordómar eru í garð samkynhneigðra í landinu. Þar þykir ekkert tilttökumál að kalla dómara „helvítis homma" sem dæma illa. „Þeir öskra þetta alltaf úr stúkunni ef þeim mislíkar eitthvað. Nú, hér er ég," sagði Dincdag. Dincdag hefur fengið mikinn stuðning í málinu víða í Tyrklandi. Gamaldags viðhorf eru þó ekki horfin líkt og hjá vinsælasta knattspyrnulýsara landsins, Erman Toroglo, sem vill ekki að Dincdag fái að dæma á nýjan leik. „Ég held að samkynhneigðir dómarar hafi tilhneigingu til þess að gefa myndarlegum knattspyrnumönnum vítaspyrnur," sagði Toroglo en þessi ummæli fóru ekki vel í Dincdag. „Ræðst Toroglo á allar sætar stelpur sem hann mætir út á götu?" Fótbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira
Fótboltayfirvöld í Tyrklandi eru í kastljósi fjölmiðla þessa dagana eftir að þau ráku dómara sem hafði ekki gert neitt annað af sér en viðurkennt að hann væri samkynhneigður. Dómarinn sem kom út úr skápnum heitir Halil Ibrahim Dincdag og hann ætlar ekki að láta labba yfir sig á skítugum skónum heldur hefur hann kært knattspyrnusambandið í Tyrklandi fyrir meðferðina. „Þeir héldu að ég væri bara lítill maur sem þeir gætu stigið ofan á. Þeir héldu að ég myndi hlaupa burt og fela mig út í horni. Það kemur ekki til greina. Þeir hafa eyðilagt líf mitt og ég mun berjast við þá alla leið," sagði Dincdag ákveðinn. Hann var ekki bara rekinn sem dómari heldur einnig sem útvarpsmaður. Hinn 33 ára gamli Dincdag hafði dæmt knattspyrnu í Tyrklandi í 13 ár. Mikið fjölmiðlafár varð þegar upp komst um málið í maí og dómarinn neyddist til að flýja til Istanbúl svo fjölskyldan hans myndi ekki verða fyrir frekara ónæði vegna málsins. Á endanum ákvað hann að binda enda á slúðurfréttirnar og mætti í vinsælan íþróttaþátt í sjónvarpi þar sem hann staðfesti að vera samkynhneigður. „Daginn sem fjölmiðlar byrjuðu að skrifa um mig fór ég í dá. Daginn sem ég fór í sjónvarpið dó ég. 33 ár eru horfin úr lífi mínu og ég geri ekkert annað en að endurbyggja líf mitt," sagði Dincdag. Það þótti ákaflega hugað af Dincdag að koma fram í sjónvarpi. Samkynhneigð er ekki ólögleg í Tyrklandi en miklir fordómar eru í garð samkynhneigðra í landinu. Þar þykir ekkert tilttökumál að kalla dómara „helvítis homma" sem dæma illa. „Þeir öskra þetta alltaf úr stúkunni ef þeim mislíkar eitthvað. Nú, hér er ég," sagði Dincdag. Dincdag hefur fengið mikinn stuðning í málinu víða í Tyrklandi. Gamaldags viðhorf eru þó ekki horfin líkt og hjá vinsælasta knattspyrnulýsara landsins, Erman Toroglo, sem vill ekki að Dincdag fái að dæma á nýjan leik. „Ég held að samkynhneigðir dómarar hafi tilhneigingu til þess að gefa myndarlegum knattspyrnumönnum vítaspyrnur," sagði Toroglo en þessi ummæli fóru ekki vel í Dincdag. „Ræðst Toroglo á allar sætar stelpur sem hann mætir út á götu?"
Fótbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira