Innlent

Í fyrsta sæti í fullnustu fluga

Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason

Icelandair fær háa einkunn í nýrri neytendaskýrslu AEA, Sambands evóprskra flugfélaga. Í skýrslunni eru kynntar niðurstöður í fjórum þjónustuflokkum.

Icelandair er í fyrsta sæti í fullnustu fluga, í öðru sæti í stundvísi á lengri flugleiðum, í þriðja sæti í stundvísi á styttri og meðallöngum leiðum og í sjötta sæti í skilvísi farangurs. Könnunin nær til tímabilsins frá nóvember á síðasta ári til mars.

„Þetta er mjög ánægjulegur árangur," segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.

„Við vorum heppin í vetur hvað varðar utanaðkomandi þætti sem hafa mikil áhrif, eins og veður, aðra flugumferð og bilanir," segir hann. - vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×