Fótbolti

Brasilíumenn komnir í úrslitaleik Álfukeppninnar

Ómar Þorgeirsson skrifar
Daniel Alves fagnar sigurmarki sínu.
Daniel Alves fagnar sigurmarki sínu. Nordic phtoos/AFP

Seinni undanúrslitaleik Álfukeppninnar í Suður-Afríku er lokið með 1-0 sigri Brasilíu gegn heimamönnum í Suður-Afríku.

Varamaðurinn Daniel Alves skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu þegar skammt var til leiksloka.

Brasilíumenn voru talsvert langt frá sínu besta í leiknum og Suður-Afríkumenn voru síst lakari aðilinn lengi vel en eins og svo oft með Brasilíu þá þurfti bara eitt snilldar einstaklingsframtak til þess að klára leikinn.

Sigurmark Daniel Alves var af dýrari gerðinni en hann átti skot upp í markvinkilinn úr aukaspyrnu frá vítateigshorninu og tryggði þar með farseðilinn í úrslitaleikinn gegn Bandaríkjamönnum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×