Enski boltinn

Campbell sterklega orðaður við Newcastle

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sol Campbell.
Sol Campbell. Nordic photos/AFP

Varnarmaðurinn Sol Campbell hefur rætt við forráðamenn Newcastle um að ganga í raðir félagsins þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar samkvæmt heimildum nefmiðilsins ESPN Soccernet.

Hvort af því verði veltur þó fyrst á því að hinn 35 ára gamli fyrrum landsliðsmaður Englands nái að ganga frá sínum málum við enska d-deildarfélagið Notts County.

Campbell taldi sig vera lausann undan fimm ára samning sínum við Notts County en enn sem komið er leikmaðurinn enn undir samningi hjá félaginu og útlit fyrir að málið geti farið fyrir dómsstóla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×