Enski boltinn

Fagnaðarlæti og takka-tröðkun Adebayor fara bæði fyrir aganefndina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Adebayor sést hér fagna fyrir framan stuðningsmenn Arsenal.
Emmanuel Adebayor sést hér fagna fyrir framan stuðningsmenn Arsenal. Mynd/AFP

Stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins hefur staðfest það að Aganefnd enska knattspyrnusambandsins muni á næsta fundi sínum á morgun taka fyrir tvö atvik tengd Emmanuel Adebayor í leik Manchester City og Arsenal í gær. Adebayor fór mikinn á móti sínum gömlu félögum, lét finna fyrir sér í tæklingum og skoraði síðan þriðja mark sinna manna.

Emmanuel Adebayor hljóp þá yfir allan völlinn til þess að fagna marki sínu fyrir framan stuðningsmenn Arsenal og seinna í leiknum traðkaði hann á andliti Hollendingsins Robin van Persie. Adebayor baðst strax afsökunar á því að hafa storkað stuðningsmönnum Arsenal og hann sagði einnig eftir leikinn að hann hafi ekki getað komist hjá því að stíga á van Persie.

Starfsmenn á leiknum þurftu að hafa sig alla við til þess að halda nokkrum stuðningsmönnum Arsenal í skefjum eftir að Adebayor fagnaði fyrir framan þá, því þeir ætluðum inn á völlinn og á eftir Tógómanninum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×