Enski boltinn

Saha lengur frá

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Louis Saha meiddist í leik Everton og Tottenham í lok nóvember.
Louis Saha meiddist í leik Everton og Tottenham í lok nóvember. Nordic Photos / Getty Images

Louis Saha verður frá næstu fimm vikurnar að minnsta kosti vegna meiðsla en hann hefur þegar verið frá síðan í lok nóvember.

Saha hefur verið meiddur á lærvöðva og í ljós er komið að hann verður enn lengur að jafna sig á meiðslunum en í fyrstu var talið.

David Moyes, stjóri Everton, hefur átt í miklum vandræðum með meiðsli sóknarmanna sinna en þeir Yakubu, James Vaughan og Victor Anichebe eru allir frá vegna meiðsla.

Everton mætir Macclesfield í ensku bikarkeppninni á morugn og vonast Moyes eftir góðri frammistöðu sinna manna, þrátt fyrir allt.

„Við viljum allir standa okkur vel í bikarnum. Það er langt síðan að liðið komst langt í keppinnni en vonandi breytum við því í ár."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×