Enski boltinn

Torres með tvennu í sigri Liverpool gegn West Ham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna einu marka sinna á Upton Park í dag.
Leikmenn Liverpool fagna einu marka sinna á Upton Park í dag. Nordic photos/AFP

Liverpool vann 2-3 sigur gegn West Ham í fjörugum leik á Upton Park leikvanginum í dag en staðan í hálfleik var 2-2.

Fernando Torres skoraði tvö mörk fyrir Liverpool og Dirk Kuyt eitt en Carlton Cole og Alessandro Diamanti skoruðu fyrir West Ham.

Leikurinn fór fjörlega af stað og bæði lið fengu fín færi til þess að skora snemma leiks.

Fernando Torres kom Liverpool svo yfir með glæsilegu marki á 20. mínútu eftir að hann hafði leikið varnarmenn West Ham sundur og saman.

Alessandro Diamanti jafnaði svo leikinn fyrir West Ham með marki úr vítaspyrnu eftir að Jamie Carragcher hafði brotið á Zavon Hines.

Dirk Kuyt var næstur á blað með marki á 41. mínútu fyrir Liverpool en aftur náði West Ham að jafna með marki frá Carlton Cole í lok fyrri hálfleiks.

Það var svo Torres sem skoraði sigurmarkið með skalla þegar um stundarfjórðungur lifði leiks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×