Enski boltinn

Pavlyuchenko líklega á förum til Zenit

Ómar Þorgeirsson skrifar
Roman Pavlyuchenko í leik með Tottenham.
Roman Pavlyuchenko í leik með Tottenham. Nordic photos/AFP

Umboðsmaður framherjans Roman Pavlyuchenko hjá Tottenham hefur staðfest að skjólstæðingur sinn muni brátt fara til viðræðna við Zenit frá Pétursborg en Lundúnafélagið hefur gefið honum leyfi til þess.

Zenit var einnig á eftir Pavlyuchenko í sumar en þá varð ekkert úr félagaskiptunum en nú er fastlega búist við því að rússneski landsliðsmaðurinn fari þangað þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar ef sátt næst um kaupverð.

„Roman vill ekki sitja á bekknum og við vissum af áhuga Zenit og þess vegna er bara tímaspursmál hvenær viðræðurnar hefjast," er haft eftir umboðsmanninum Oleg Artemov. Hinn 27 ára gamli Pavlyuchenko hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom til Tottenham fyrir um ári síðan og þá sérstaklega eftir endurkomu Robbie Keane og kaup Tottenham á Peter Crouch.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×