Enski boltinn

Fernando Torres búinn að gefa út ævisöguna sína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres með bókina sína.
Fernando Torres með bókina sína. Mynd/AFP

Fernando Torres, spænski landsliðsframherjinn hjá Liverpool, er búinn að gefa út ævisögu sína þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára gamall. Bókin kom út í dag og heitir "Torres: El Nino - My Story" eða Torres: Strákurinn - sagan mín.

Torres hefur gælunafnið El Nino á Spáni sem þýðir strákurinn. Torres talar í bókinni sinni um lífið á götum Madríd-borgar. Hann segir frá því hvernig hann fór frá því að vera að spila fótbolta á götunum á bak við Vicente Calderon leikvöllinn til þess að vera orðinn fyrirliði Atletico Madrid aðeins 19 ára gamall.

Torres segir einnig frá komu sinni til Liverpool en félagið keypti hann fyrir metfé í júlí 2007. Torres hefur gert frábæra hluti á Anfield og það var frábært skref fyrir hann að fara til Englands.

Það er einnig fjallað um fjölskyldu Torres í bókinni og þar á meðal er sagt frá æskuástinni hans sem heitir Olalla Domínguez Liste. Þau hafa verið í sambandi frá árinu 2001 og giftust í sumar. Dóttir þeirra, Nora Torres Domínguez, fæddist 8. júlí síðastliðinn.

Torres er löngu kominn í guðatölu hjá stuðningsmönnum Liverpool og það er nokkuð öruggt að flestir ef ekki allir munu reyna að eignast þessa bók.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×