Enski boltinn

Neill samdi við Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lucas Neill í leik með West Ham á síðustu leiktíð.
Lucas Neill í leik með West Ham á síðustu leiktíð. Nordic Photos / Getty Images
Ástralinn Lucas Neill samdi í kvöld við Everton og mun spila með liðinu til loka leiktíðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Neill var án félags eftir að samningur hans við West Ham rann út í sumar.

Hann hafnaði nýju tilboði frá West Ham sem og tilboði frá Sunderland. Hann átti einnig í viðræðum við Atletico Madrid og var orðaður við Galatasaray í Tyrklandi.

Í sumar komu þeir Sylvain Distin, Diniyar Bilyaletdinov og John Heitinga til Everton.

„Ég er ánægður," sagði David Moyes, stjóri Everton. „Það er sjaldgæft að fá leikmann eftir að félagaskiptaglugganum lokar en sem betur fer var hann samningslaus og gátum við því fengið hann."

„Það er sérstaklega gott að hafa fengið hann til okkar, sérstaklega þar sem Phil Neville verður frá í einhvern tíma vegna meisla."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×