Innlent

Jóhanna segir Evrópumálin eiga þátt í sigri Samfylkingarinnar

Jóhanna segir að fólk vilji fá að kjósa um þá kosti sem eru til staðar varðandi Evrópusambandið. Mynd/ Valli.
Jóhanna segir að fólk vilji fá að kjósa um þá kosti sem eru til staðar varðandi Evrópusambandið. Mynd/ Valli.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist telja að Evrópumálin eigi verulegan þátt í sigri Samfylkingarinnar í kosningunum. Jóhanna sagði í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 að Samfylkingin hafi lagt verulega áherslu á Evrópumálin. Það sé sannfæring flokksins að sú stefna sé leiðin út úr vandræðunum. Hún segist telja að fólkið vilji fá að kjósa um þá kosti sem séu til staðar varðandi Evrópusambandið.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist hins vegar telja að fylgistap Sjálfstæðisflokksins ætti rætur að rekja til efnahagsástandsins og hefði mikið með hrun efnahagslífsins í heild að gera.

Katrín Jakobsdóttir sagði hins vegar að aukningu VG mætti rekja til þess að fólk væri að kjósa eftir breyttu gildismati. Fólk setti félagsleg gildi ofar en það hefði gert. Þá sagðist Katrín telja að niðurstöður kosninganna væru uppgjör við það sem gerðist í haust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×