Metallica meðal stóru nafnanna á Sonisphere Atli Steinn Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2009 08:13 Óðurinn til gleðinnar. Metallica lætur gamminn geisa á sviðinu. MYND/EPA Bandaríska þungarokksveitin Metallica verður aðalnúmerið á nýrri tónlistarhátíð í Hertford-skíri á Englandi í sumar. Nýja hátíðin rís úr ösku hinnar fornfrægu Knebworth-tónlistarhátíðar en á henni tróð Led Zeppelin meðal annars upp fyrir réttum 30 árum. Nú stendur til að koma á fót heilmikilli samevrópskri tónlistarveislu undir heitinu Sonisphere og verður Knebworth-hátíðin eins konar Englandsdeild þeirrar hátíðar. Ætlunin er að byrja með látum en hátíðin verður haldin í ágúst eins og margar atkvæðamiklar rokkhátíðir. Það eru enda engir aukvisar sem hafa valist til að hleypa þessu þrekvirki af stokkunum. James Hetfield og félagar í Metallica mæta ótrauðir til leiks en af öðrum listamönnum sem boðað hafa komu sína er bandaríska nýmálmsveitin Linkin Park auk Guns´n´ Roses, Foo Figthers og bresku rokktröllanna Iron Maiden. Einn af skipuleggjendum Sonisphere, sem hefur þó ekkert með raftækjaframleiðandann Sony að gera, segir stefnuna vera að tefla fram 12 til 14 stórum nöfnum ár hvert og láta annað mæta afgangi. Það sé einfaldlega frekar bragðdauft að fara á tónlistarhátíðir þar sem margir tugir hljómsveita troði upp en engin þeirra skilji neitt sérstakt eftir. Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bandaríska þungarokksveitin Metallica verður aðalnúmerið á nýrri tónlistarhátíð í Hertford-skíri á Englandi í sumar. Nýja hátíðin rís úr ösku hinnar fornfrægu Knebworth-tónlistarhátíðar en á henni tróð Led Zeppelin meðal annars upp fyrir réttum 30 árum. Nú stendur til að koma á fót heilmikilli samevrópskri tónlistarveislu undir heitinu Sonisphere og verður Knebworth-hátíðin eins konar Englandsdeild þeirrar hátíðar. Ætlunin er að byrja með látum en hátíðin verður haldin í ágúst eins og margar atkvæðamiklar rokkhátíðir. Það eru enda engir aukvisar sem hafa valist til að hleypa þessu þrekvirki af stokkunum. James Hetfield og félagar í Metallica mæta ótrauðir til leiks en af öðrum listamönnum sem boðað hafa komu sína er bandaríska nýmálmsveitin Linkin Park auk Guns´n´ Roses, Foo Figthers og bresku rokktröllanna Iron Maiden. Einn af skipuleggjendum Sonisphere, sem hefur þó ekkert með raftækjaframleiðandann Sony að gera, segir stefnuna vera að tefla fram 12 til 14 stórum nöfnum ár hvert og láta annað mæta afgangi. Það sé einfaldlega frekar bragðdauft að fara á tónlistarhátíðir þar sem margir tugir hljómsveita troði upp en engin þeirra skilji neitt sérstakt eftir.
Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira