Metallica meðal stóru nafnanna á Sonisphere Atli Steinn Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2009 08:13 Óðurinn til gleðinnar. Metallica lætur gamminn geisa á sviðinu. MYND/EPA Bandaríska þungarokksveitin Metallica verður aðalnúmerið á nýrri tónlistarhátíð í Hertford-skíri á Englandi í sumar. Nýja hátíðin rís úr ösku hinnar fornfrægu Knebworth-tónlistarhátíðar en á henni tróð Led Zeppelin meðal annars upp fyrir réttum 30 árum. Nú stendur til að koma á fót heilmikilli samevrópskri tónlistarveislu undir heitinu Sonisphere og verður Knebworth-hátíðin eins konar Englandsdeild þeirrar hátíðar. Ætlunin er að byrja með látum en hátíðin verður haldin í ágúst eins og margar atkvæðamiklar rokkhátíðir. Það eru enda engir aukvisar sem hafa valist til að hleypa þessu þrekvirki af stokkunum. James Hetfield og félagar í Metallica mæta ótrauðir til leiks en af öðrum listamönnum sem boðað hafa komu sína er bandaríska nýmálmsveitin Linkin Park auk Guns´n´ Roses, Foo Figthers og bresku rokktröllanna Iron Maiden. Einn af skipuleggjendum Sonisphere, sem hefur þó ekkert með raftækjaframleiðandann Sony að gera, segir stefnuna vera að tefla fram 12 til 14 stórum nöfnum ár hvert og láta annað mæta afgangi. Það sé einfaldlega frekar bragðdauft að fara á tónlistarhátíðir þar sem margir tugir hljómsveita troði upp en engin þeirra skilji neitt sérstakt eftir. Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Bandaríska þungarokksveitin Metallica verður aðalnúmerið á nýrri tónlistarhátíð í Hertford-skíri á Englandi í sumar. Nýja hátíðin rís úr ösku hinnar fornfrægu Knebworth-tónlistarhátíðar en á henni tróð Led Zeppelin meðal annars upp fyrir réttum 30 árum. Nú stendur til að koma á fót heilmikilli samevrópskri tónlistarveislu undir heitinu Sonisphere og verður Knebworth-hátíðin eins konar Englandsdeild þeirrar hátíðar. Ætlunin er að byrja með látum en hátíðin verður haldin í ágúst eins og margar atkvæðamiklar rokkhátíðir. Það eru enda engir aukvisar sem hafa valist til að hleypa þessu þrekvirki af stokkunum. James Hetfield og félagar í Metallica mæta ótrauðir til leiks en af öðrum listamönnum sem boðað hafa komu sína er bandaríska nýmálmsveitin Linkin Park auk Guns´n´ Roses, Foo Figthers og bresku rokktröllanna Iron Maiden. Einn af skipuleggjendum Sonisphere, sem hefur þó ekkert með raftækjaframleiðandann Sony að gera, segir stefnuna vera að tefla fram 12 til 14 stórum nöfnum ár hvert og láta annað mæta afgangi. Það sé einfaldlega frekar bragðdauft að fara á tónlistarhátíðir þar sem margir tugir hljómsveita troði upp en engin þeirra skilji neitt sérstakt eftir.
Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“