Innlent

Góð vísbending

„Þetta er ánægjuleg vísbending og reynslan kennir manni að hafa verður fyrir hlutunum og heyja kosningabaráttu af krafti fram á síðasta dag," segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar.

„Ég held að niðurstaðan sé viðurkenning til Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórnarinnar um að hún hefur látið hendur standa fram úr ermum á stuttum starfstíma."

Dagur segir að áfram sé ákall um ábyrgð og festu við landsstjórnina en á lokametrunum sé mikilvægt að ná til fyrirtækjanna og heimilanna með framtíðarsýn flokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×