Fótbolti

Ósætti um Ólympíuleikvanginn í London fyrir HM 2018

Tölvugerð mynd af leikvangnum tilbúnum.
Tölvugerð mynd af leikvangnum tilbúnum. Nordicphotos/GettyImages
Kallað hefur verið eftir því að Ólympíuleikvangurinn sem er í byggingu í London verði notaður í samkeppni Englands um Heimsmeistaramótin árið 2018 og 2022. England mun sækjast eftir því að halda annað hvort mótið.

„Ég sé enga ástæðu af hverju hann gæti ekki verið notaður,“ sagði Lord Coe, stjórnarformaður leikanna árið 2012 og framkvæmdastjóri boðsins um HM 2018.

Margir gagnrýna að hlaupabraut verður í kringum völlinn sem er því ekki eiginlegur knattspyrnuleikvangur. „Ef það er verið að byggja heilan Ólympíuleikvang, af hverju ekki að nota hann?“ sagði Coe og minnti á að síðustu þrír úrslitaleikir Meistaradeildarinnar hafi verið leiknir á leikvangi með hlaupabraut.

Leikvangurinn mun taka 80.000 manns og vera hinn glæsilegasti. Hvaða leikvangar verða notaðir verður ákveðið fyrir árslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×