Fótbolti

Leikmönnum ekki refsað fyrir að styðja stjórnarandstöðuna

Shojaye Masoud fyrir leikinn umtalaða.
Shojaye Masoud fyrir leikinn umtalaða.
Knattspyrnusamband Írans þvertekur fyrir það að leikmenn liðsins sem báru græn armbönd í leik gegn Suður Kóreu í undankeppni HM þann 17. júní fái ekki að spila aftur með landsliðinu.

Armböndin sýna stuðning fyrir stjórnarandstöðunni í landinu.

FIFA sagði í dag að það hefði fengið bréf frá sambandinu þar sem sagði að engin refsing væri fyrir að bera armböndin. Fjölmiðlar sögðu að leikmennirnir fengju ekki að spila aftur með landsliðinu og skrifaði FIFA til sambandsins og krafðist útskýringa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×