Segir styrkjamálin hafa verið Sjálfstæðisflokknum erfið 25. apríl 2009 14:04 Björn Bjarnason Björn Bjarnason fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir allt tal um Evrópusambandið í aðdraganda kosninganna vera mikla blekkingu þar sem íslendingar séu ekki að fara inn. Hann segist ekki hafa góða tilfinningu fyrir hönd síns flokks og segir margt að finna í aðdraganda kosninga sem hafi komið flokknum illa. Björn segist ekki hafa gert upp við sig hvað hann taki sér nú fyrir hendur en hann hefur látið af þingmennsku. „Ég get ekki séð betur en það sé borin von að við séum að fara þarna inn," sagði Björn í viðtali á Byljgunni fyrir stundu. Hann sagði einnig blasa við að ágreiningurinn á milli ríkisstjórnarflokkanna væri mikill, þau væru mjög ósammála. „Það hefur mér kannski fundist mest sláandi hvað þetta hefur snúist mikið um þetta miðað við þau viðfangsefni sem við ættum að vera að fást við. Við verðum að finna fótfestu í atvinnulífinu og koma því aftur af stað. Ég held því að margir eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum að loknum kosningum ef þeir halda að atkvæði þeirra sé nýtt til þess að koma Íslandi inn í ESB," sagði Björn. Hann sagðist ekki hafa góða tilfinningu fyrir kosningunum þar sem það stefndi í að besti flokkurinn fengi ekki góða kosningu. „Það verður eflaust hægt að finna margar skýringar á því og flokkurinn þarf að ræða þær. Við komum okkur til dæmis saman um góða stefnu varðandi ESB rétt fyrir kosningar. Síðan voru menn í flokknum sem höguðu sér eins og sú stefna kæmi þeim ekkert við, allar svona æfingar eru ekki til þess að styrkja flokka," sagði Björn. Hann nefndi einnig olíuleitina á Drekasvæðinu í sambandi við Vinstri græna og eins umræðuna um álver á Bakka þar sem bæði Jóhanna og Össur hafi farið í hringi í þeim málum. „Þessar peningaumræður varðandi flokka og einstaklinga var heldur ekki gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn, það má eflaust fara yfir marga þætti í þessu máli," sagði Björn. Kosningar 2009 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Björn Bjarnason fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir allt tal um Evrópusambandið í aðdraganda kosninganna vera mikla blekkingu þar sem íslendingar séu ekki að fara inn. Hann segist ekki hafa góða tilfinningu fyrir hönd síns flokks og segir margt að finna í aðdraganda kosninga sem hafi komið flokknum illa. Björn segist ekki hafa gert upp við sig hvað hann taki sér nú fyrir hendur en hann hefur látið af þingmennsku. „Ég get ekki séð betur en það sé borin von að við séum að fara þarna inn," sagði Björn í viðtali á Byljgunni fyrir stundu. Hann sagði einnig blasa við að ágreiningurinn á milli ríkisstjórnarflokkanna væri mikill, þau væru mjög ósammála. „Það hefur mér kannski fundist mest sláandi hvað þetta hefur snúist mikið um þetta miðað við þau viðfangsefni sem við ættum að vera að fást við. Við verðum að finna fótfestu í atvinnulífinu og koma því aftur af stað. Ég held því að margir eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum að loknum kosningum ef þeir halda að atkvæði þeirra sé nýtt til þess að koma Íslandi inn í ESB," sagði Björn. Hann sagðist ekki hafa góða tilfinningu fyrir kosningunum þar sem það stefndi í að besti flokkurinn fengi ekki góða kosningu. „Það verður eflaust hægt að finna margar skýringar á því og flokkurinn þarf að ræða þær. Við komum okkur til dæmis saman um góða stefnu varðandi ESB rétt fyrir kosningar. Síðan voru menn í flokknum sem höguðu sér eins og sú stefna kæmi þeim ekkert við, allar svona æfingar eru ekki til þess að styrkja flokka," sagði Björn. Hann nefndi einnig olíuleitina á Drekasvæðinu í sambandi við Vinstri græna og eins umræðuna um álver á Bakka þar sem bæði Jóhanna og Össur hafi farið í hringi í þeim málum. „Þessar peningaumræður varðandi flokka og einstaklinga var heldur ekki gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn, það má eflaust fara yfir marga þætti í þessu máli," sagði Björn.
Kosningar 2009 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira