Enski boltinn

Stuðningsmenn United verða með Cantona-grímur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cantona í leik gegn Liverpool.
Cantona í leik gegn Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty

Það má búast við miklu fjöri í stúkunni á Anfield í dag rétt eins og á vellinum. Fjöldi stuðningsmanna Man. Utd ætlar að mæta með Cantona-grímur og svo mun einhver fjöldi ætla sér að reyna að smygla sundboltum á völlinn.

Ástæðan fyrir Cantona-grímunum er til að svara fyrir móðgun sem átti sér stað á þessum velli fyrir 15 árum síðan.

Þá lyftu stuðningsmenn Liverpool upp borða sem á stóð: "Bless Cantona, komdu aftur þegar félagið hefur unnið 18 meistaratitla."

Það er nákvæmlega það sem hefur gerst og því ætla stuðningsmenn United að mæta í dag í gervi Cantona.

Þeir fá eflaust að vera í friði með grímurnar en öryggisverðir á Anfield hafa í hyggju að gera alla sundbolta upptæka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×