Býr hjá vinum eftir að hafa rifið húsið 19. júní 2009 06:00 Björn Mikkaelsson „Ég er ekki að hvetja fólk til þess að gera þetta en ég sé alls ekki eftir þessu," segir Björn Mikkaelsson. Á þjóðhátíðardaginn reif hann húsið sem hann bjó í á Álftanesi en hann hefði þurft að afsala sér því í hendur sýslumanns í dag. „Ég hefði örugglega séð eftir því hefði ég ekki gert þetta. Það er búið að króa mann þannig af að ég hef engu að tapa." Björn tók 36 milljóna króna lán í erlendri mynt fyrir húsinu árið 2003. Hann reisti það sjálfur enda var hann með fyrirtæki sem sérhæfði sig í því. „Ég hef því byggt fleiri hús en ég hef rifið svo staðan er enn í plús hvað það varðar," bætir hann við í gríni. Fyrir tveimur árum fór svo að síga á ógæfuhliðina og reksturinn rann út í sandinn á síðasta ári. „Þetta er samspil af mörgum þáttum, ég var kominn í vanskil hjá bankanum þar sem ég lenti í slæmum kúnnum sem borguðu mér ekki. Þetta leiddi til þess að ég lenti í greiðsluerfiðleikum og húsið átti að fara á uppboð nokkrum dögum eftir bankahrun. Þá var lánið komið upp í 78 milljónir." Hann segist hafa fengið þau svör í bankanum að hann yrði að semja sig út úr vandanum en hann fengi enga viðsemjendur því skilanefnd hefði ekki tíma til að sinna hans máli. Hann segist sjálfur búa hjá vinafólki um þessar mundir en kona hans er komin til útlanda. Þau eiga tvö börn sem bæði eru uppkomin. Hann leiti nú að vinnu, annars sé allt á huldu hjá þeim hjónum með framtíðina. „Ef ég á að dúsa í prísundinni fyrir að rústa einu húsi þá verður örugglega þröngt á þingi því allir þeir sem rústuðu þjóðinni hljóta þá að vera þarna líka," segir hann að lokum. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira
„Ég er ekki að hvetja fólk til þess að gera þetta en ég sé alls ekki eftir þessu," segir Björn Mikkaelsson. Á þjóðhátíðardaginn reif hann húsið sem hann bjó í á Álftanesi en hann hefði þurft að afsala sér því í hendur sýslumanns í dag. „Ég hefði örugglega séð eftir því hefði ég ekki gert þetta. Það er búið að króa mann þannig af að ég hef engu að tapa." Björn tók 36 milljóna króna lán í erlendri mynt fyrir húsinu árið 2003. Hann reisti það sjálfur enda var hann með fyrirtæki sem sérhæfði sig í því. „Ég hef því byggt fleiri hús en ég hef rifið svo staðan er enn í plús hvað það varðar," bætir hann við í gríni. Fyrir tveimur árum fór svo að síga á ógæfuhliðina og reksturinn rann út í sandinn á síðasta ári. „Þetta er samspil af mörgum þáttum, ég var kominn í vanskil hjá bankanum þar sem ég lenti í slæmum kúnnum sem borguðu mér ekki. Þetta leiddi til þess að ég lenti í greiðsluerfiðleikum og húsið átti að fara á uppboð nokkrum dögum eftir bankahrun. Þá var lánið komið upp í 78 milljónir." Hann segist hafa fengið þau svör í bankanum að hann yrði að semja sig út úr vandanum en hann fengi enga viðsemjendur því skilanefnd hefði ekki tíma til að sinna hans máli. Hann segist sjálfur búa hjá vinafólki um þessar mundir en kona hans er komin til útlanda. Þau eiga tvö börn sem bæði eru uppkomin. Hann leiti nú að vinnu, annars sé allt á huldu hjá þeim hjónum með framtíðina. „Ef ég á að dúsa í prísundinni fyrir að rústa einu húsi þá verður örugglega þröngt á þingi því allir þeir sem rústuðu þjóðinni hljóta þá að vera þarna líka," segir hann að lokum.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira