Enski boltinn

Eigandi North Queensland Fury segir Fowler ekki vera á förum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Robbie Fowler fagnar marki með North Queensland Fury.
Robbie Fowler fagnar marki með North Queensland Fury. Nordic photos/AFP

Markahrókurinn Robbie Fowler hefur þótt sýna á undanförnum vikum með North Queensland Fury í efstu deildinni í Ástralíu að hann hefur engu gleymt og hefur hann því ítrekað verið orðaður við endurkomu til Englands.

Fowler hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum til þessa á tímabilinu en eigandinn Don Matheson hjá North Queensland Fury ítrekar þó í nýlegu viðtali að framherjinn sé ekki á förum frá félaginu.

„Ég á von á því að fá margar fyrirspurnir í Fowler en ég get sagt þeim aðilum bara strax að þeir eru að sóa tíma sínum. Allir hafa vissulega sinn verðmiða en við erum að reyna að byggja upp lið og það sem Fowler er að gera fyrir okkur núna verður ekki metið til fjár," segir Matheson í viðtali við Australian en Fowler samdi við félagið til tveggja ára síðastliðinn febrúar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×