Enski boltinn

Þrír stjórnarmenn hjá Watford sögðu af sér í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Watford mætir Chelsea í bikarnum annað árið í röð.
Watford mætir Chelsea í bikarnum annað árið í röð. Mynd/AFP
Það er ekki gott ástand hjá enska B-deildarliðinu Watford sem glímir við mikinn fjárhagsvanda þessa daganna. Þrír stjórnarmenn félagsins sögðu af sér í kvöld á árlegum aðalfundi félagsins en framtíð Watford ræðst af því hvort félagið geti reddað 5,5 milljónum punda fyrir júní 2010.

Stjórnarmennirnir sem sögðu af sér eru Jimmy Russo, Vince Russo og Robin Williams en þeir Graham Taylor (fyrrum landsliðsþjálfari Englands), Stuart Timperley, Julian Winter og David Fransen sitja áfram.

Russo lánaði félaginu á dögunum eina milljón punda þannig að það gæti staðið við sínar skuldbindingar í þessum mánuði. Þessi peningur mun þó aðeins duga fram til 22. desember.

Heiðar Helguson spilar með Watford en hann er þar á láni frá Queens Park Rangers. Heiðar hefur staðið sig vel síðan að hann kom og er með 5 mörk í 5 leikjum á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×