Manchester United upp að hlið Chelsea á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2009 21:46 Nemanja Vidic fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/AFP Manchester United þurfti ekki mikið að hafa fyrir því að vinna varalið Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. United vann sannfærandi 3-0 sigur og náði Chelsea að stigum í efsta sæti deildarinnar. Wayne Rooney skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu sem var dæmd fyrir hendi, Nemanja Vidic kom United í 2-0 með skalla eftir hornspyrnu Darron Gibson og Antonio Valencia skoraði síðan þriðja markið eftir sendingu frá Dimitar Berbatov. Manchester United og Chelsea eru núna jöfn að stigum en Chelsea er með fjögur mörk á United í markatölu auk þess að eiga leik inni. Mick McCarthy virtist hreinlega gefa leikinn fyrirfram með því að tefla fram algjöru varaliði en hann gerði tíu breytingar á liði Wiolves sem vann Tottenham um síðustu helgi. Það var bara markvörðurinn Marcus Hahnemann sem hélt sæti sínu. Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton unnu mikilvægan 3-1 sigur á West Ham í botnbaráttunni en með þessum sigri komst liðið upp fyrir West Ham og upp úr fallsæti. Grétar Rafn spilaði allan leikinn í hægri bakverðinum. Cameron Jerome skoraði bæði mörk Birmingham sem setti nýtt félagsmet með því að vinna sinn fimmta leik í röð þegar liðið vann Blackburn 2-1. Birmingaham fór upp í 6. sæti og upp fyrir bæði Manchester City og Liverpool sem er nú komið niður í 8. sæti deildarinnar. Aston Villa komst upp í þriðja sætið með 2-0 útisigri á Sunderland en strákarnir hans Steve Bruce eru eitthvað að gefa eftir. Sunderlan hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum eða síðan að liðið vann 1-0 sigur á Liverpool á sundboltamarkinu fræga.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Birmingham-Blackburn 2-1 1-0 Cameron Jerome (12.), 2-0 Cameron Jerome (48.), 2-1 Ryan Nelsen (69.)Bolton-West Ham 3-1 1-0 Chung-Yong Lee (64.), 1-1 Alessandro Diamanti (69.), 2-1 Ivan Klasnic (77.), 3-1 Gary Cahill (88.)Man Utd-Wolves 3-0 1-0 Wayne Rooney, víti (30.), 2-0 Nemanja Vidic (43.), 3-0 Antonoi Valencia (66.)Sunderland-Aston Villa 0-2 0-1 Emile Heskey (24.), 0-2 James Milner (61) Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Manchester United þurfti ekki mikið að hafa fyrir því að vinna varalið Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. United vann sannfærandi 3-0 sigur og náði Chelsea að stigum í efsta sæti deildarinnar. Wayne Rooney skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu sem var dæmd fyrir hendi, Nemanja Vidic kom United í 2-0 með skalla eftir hornspyrnu Darron Gibson og Antonio Valencia skoraði síðan þriðja markið eftir sendingu frá Dimitar Berbatov. Manchester United og Chelsea eru núna jöfn að stigum en Chelsea er með fjögur mörk á United í markatölu auk þess að eiga leik inni. Mick McCarthy virtist hreinlega gefa leikinn fyrirfram með því að tefla fram algjöru varaliði en hann gerði tíu breytingar á liði Wiolves sem vann Tottenham um síðustu helgi. Það var bara markvörðurinn Marcus Hahnemann sem hélt sæti sínu. Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton unnu mikilvægan 3-1 sigur á West Ham í botnbaráttunni en með þessum sigri komst liðið upp fyrir West Ham og upp úr fallsæti. Grétar Rafn spilaði allan leikinn í hægri bakverðinum. Cameron Jerome skoraði bæði mörk Birmingham sem setti nýtt félagsmet með því að vinna sinn fimmta leik í röð þegar liðið vann Blackburn 2-1. Birmingaham fór upp í 6. sæti og upp fyrir bæði Manchester City og Liverpool sem er nú komið niður í 8. sæti deildarinnar. Aston Villa komst upp í þriðja sætið með 2-0 útisigri á Sunderland en strákarnir hans Steve Bruce eru eitthvað að gefa eftir. Sunderlan hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum eða síðan að liðið vann 1-0 sigur á Liverpool á sundboltamarkinu fræga.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Birmingham-Blackburn 2-1 1-0 Cameron Jerome (12.), 2-0 Cameron Jerome (48.), 2-1 Ryan Nelsen (69.)Bolton-West Ham 3-1 1-0 Chung-Yong Lee (64.), 1-1 Alessandro Diamanti (69.), 2-1 Ivan Klasnic (77.), 3-1 Gary Cahill (88.)Man Utd-Wolves 3-0 1-0 Wayne Rooney, víti (30.), 2-0 Nemanja Vidic (43.), 3-0 Antonoi Valencia (66.)Sunderland-Aston Villa 0-2 0-1 Emile Heskey (24.), 0-2 James Milner (61)
Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira