Innlent

Kröfu Hannesar Smárasonar hafnað - húsleitin lögmæt

Hannes Smárason.
Hannes Smárason.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Hannesar Smárasonar á hendur Ríkislögreglustjóra en Hannes fór fram á að húsleit og haldlagning gagna á heimili hans yrði dæmd ólögleg.

Húsleitin var gerð þann 3. júní síðastliðinn á heimilum Hannesar að Fjölnisvegi 9 og 11 en rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra beinist að hugsanlegum skattalagabrotum félaga tengdum Hannesi.

Dómari úrskurðaði að Hannes fengi þrjá daga, eða fram til hádegis á föstudag til að kæra úrskurðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×