Lögmannafélagið sendir Evu Joly tóninn 23. júní 2009 16:13 Eva Joly Lögmannafélagið sendi dómsmálaráðuneytinu ályktun vegna umræðu um rannsókn hins svokallaða bankahruns, en ályktunin er einnig send fjölmiðlum. Þar segir meðal annars að brýnt sé að vandlega verði rannsakað hvort lög hafi verið brotin í aðdraganda og eftirmálum bankahrunsins. Þá segir að Ísland sé og verði réttarríki. Í því felist að ríkisvaldið fari fram á grundvelli gildandi lagareglna, meðal annars þeirrar reglu að sakaðir menn séu saklausir uns sekt sé sönnuð. Þá segir að varhugavert sé að rannsakendur eða handhafar opinbers valds freisti þess að ná fram úrlausn um álitaefni af því tagi með málflutningi í fjölmiðlum. Ályktun lögmannafélagsins má sjá í heild sinni hér að neðan en það er Lárentínus Kristjánsson formaður félagsins sem skrifar undir hana. „Vegna umræðu um rannsókn hins svokallaða bankahruns hefur stjórn Lögmannafélags Íslands sent dómsmálaráðherra eftirfarandi ályktun: Brýnt er að vandlega verði rannsakað hvort lög hafi verið brotin í aðdraganda og eftirmálum bankahrunsins. Eðli málsins samkvæmt hlýtur sú rannsókn að verða umfangsmikil og taka til þeirra sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekir um refsiverða háttsemi. Mikilvægi rannsóknarefnisins má hins vegar ekki verða til þess að gengið sé á svig við reglur sem um rannsókn gilda, eða að réttaröryggi verði fyrir borð borið. Ísland er og á að vera réttarríki. Í því felst að ríkisvaldið fari fram á grundvelli gildandi lagareglna, meðal annars þeirrar reglu að sakaðir menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Augljóst er að bankahrunið olli gífurlegum skaða. Reiði vegna þeirra atburða má ekki verða til þess að slegið verði af kröfum sem gerðar eru til Íslands sem réttarríkis er virði grundvallarmannréttindi. Þá má heldur ekki slá af kröfum til opinberra rannsókna, þ.á.m. um hlutlægni rannsakenda og meðalhóf í beitingu opinbers valds. Að gefnu tilefni má í þessu samhengi nefna álitaefni um hæfi einstakra embættismanna. Um hæfi gilda settar lagareglur sem ber að virða. Varhugavert er að rannsakendur eða handhafar opinbers valds freisti þess að ná fram úrlausn um álitaefni af því tagi með málflutningi í fjölmiðlum. Jafnframt má nefna trúnaðarsamband lögmanna við umbjóðendur sína. Allir eiga að geta treyst því að upplýsingar sem þeir veita lögmanni séu bundnar þagnarskyldu og komi ekki fyrir augu annarra aðila nema samkvæmt skýru lagaboði, að slíkar upplýsingar verði ekki notaðar gegn þeim og að trúnaðarsamband lögmanna og umbjóðenda þeirra sé virt. Trúnaðarsambandið er ekki tæki til að hylja slóð ólögmætrar háttsemi, heldur grundvallarregla í vestrænum réttarríkjum. Ástæða er til þess að árétta mikilvægi virðingar fyrir meginreglum réttarríkisins á þeim tímum sem fara í hönd. Erfiðleikar sem að þjóðinni steðja og reiði sem í henni býr, mega ekki verða til þess að einstaklingurinn njóti ekki lengur eðlilegs skjóls gagnvart ríkisvaldinu. Í því væri falin enn meiri vá en sú sem þjóðin tekst nú á við." Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Lögmannafélagið sendi dómsmálaráðuneytinu ályktun vegna umræðu um rannsókn hins svokallaða bankahruns, en ályktunin er einnig send fjölmiðlum. Þar segir meðal annars að brýnt sé að vandlega verði rannsakað hvort lög hafi verið brotin í aðdraganda og eftirmálum bankahrunsins. Þá segir að Ísland sé og verði réttarríki. Í því felist að ríkisvaldið fari fram á grundvelli gildandi lagareglna, meðal annars þeirrar reglu að sakaðir menn séu saklausir uns sekt sé sönnuð. Þá segir að varhugavert sé að rannsakendur eða handhafar opinbers valds freisti þess að ná fram úrlausn um álitaefni af því tagi með málflutningi í fjölmiðlum. Ályktun lögmannafélagsins má sjá í heild sinni hér að neðan en það er Lárentínus Kristjánsson formaður félagsins sem skrifar undir hana. „Vegna umræðu um rannsókn hins svokallaða bankahruns hefur stjórn Lögmannafélags Íslands sent dómsmálaráðherra eftirfarandi ályktun: Brýnt er að vandlega verði rannsakað hvort lög hafi verið brotin í aðdraganda og eftirmálum bankahrunsins. Eðli málsins samkvæmt hlýtur sú rannsókn að verða umfangsmikil og taka til þeirra sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekir um refsiverða háttsemi. Mikilvægi rannsóknarefnisins má hins vegar ekki verða til þess að gengið sé á svig við reglur sem um rannsókn gilda, eða að réttaröryggi verði fyrir borð borið. Ísland er og á að vera réttarríki. Í því felst að ríkisvaldið fari fram á grundvelli gildandi lagareglna, meðal annars þeirrar reglu að sakaðir menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Augljóst er að bankahrunið olli gífurlegum skaða. Reiði vegna þeirra atburða má ekki verða til þess að slegið verði af kröfum sem gerðar eru til Íslands sem réttarríkis er virði grundvallarmannréttindi. Þá má heldur ekki slá af kröfum til opinberra rannsókna, þ.á.m. um hlutlægni rannsakenda og meðalhóf í beitingu opinbers valds. Að gefnu tilefni má í þessu samhengi nefna álitaefni um hæfi einstakra embættismanna. Um hæfi gilda settar lagareglur sem ber að virða. Varhugavert er að rannsakendur eða handhafar opinbers valds freisti þess að ná fram úrlausn um álitaefni af því tagi með málflutningi í fjölmiðlum. Jafnframt má nefna trúnaðarsamband lögmanna við umbjóðendur sína. Allir eiga að geta treyst því að upplýsingar sem þeir veita lögmanni séu bundnar þagnarskyldu og komi ekki fyrir augu annarra aðila nema samkvæmt skýru lagaboði, að slíkar upplýsingar verði ekki notaðar gegn þeim og að trúnaðarsamband lögmanna og umbjóðenda þeirra sé virt. Trúnaðarsambandið er ekki tæki til að hylja slóð ólögmætrar háttsemi, heldur grundvallarregla í vestrænum réttarríkjum. Ástæða er til þess að árétta mikilvægi virðingar fyrir meginreglum réttarríkisins á þeim tímum sem fara í hönd. Erfiðleikar sem að þjóðinni steðja og reiði sem í henni býr, mega ekki verða til þess að einstaklingurinn njóti ekki lengur eðlilegs skjóls gagnvart ríkisvaldinu. Í því væri falin enn meiri vá en sú sem þjóðin tekst nú á við."
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira