Bjarni Ben: Betur borgið utan ESB Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2009 12:25 Niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum er sú að komast að sömu niðurstöðu og áður um að Ísland eigi ekki erindi í Evrópusambandið, sagði Bjarni Benediktsson formannsframbjóðandi á landsfundi flokksins í morgun. Mikil andstaða er við aðild Íslands að sambandinu á landsfundinum. Heimir Már Pétursson. Ef sá tónn sem sleginn var af ræðumönnum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í umræðu um Evrópumál í morgun ræður ferðinni um þau mál í flokknum, er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að fara að beita sér fyrir því að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Borinn var fram tillaga um að vísa umræðum um evrópumálin frá landsfundi en hún var fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. En í formlegri tillögu sem liggur fyrir fundinum er forystu flokksins falið að leita samkomulags á Alþingi um að á næsta kjörtímabili fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort skuli sótt um aðild. „Afstaða mín er sú að ef kröfur og markmið eru skýr og ófrávíkjanleg er unnt að segja já við slíkum viðræðum. Ef einhver vafi er um það verður að segja nei," sagði Kristján Þór Júlíusson annar formanna evrópunefndar flokksins og frambjóðandi til embættis formanns í Sjálfstæðisflokknum. Björn Bjarnason þingmaður flokksins var einarður í andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu og sló á þjóðernislegar nótur og minnti á að Evrópusambandið hafi staðið með Bretum í deilum þeirra við Íslendinga varðandi Icesave reikningana. Og frændi hans Bjarni Benediktsson sem flestir telja að verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins sagði meðal annars að þeir sem áttu von á því að úr þessu hagsmunamati kæmi sú stenfna að flokkurinn ætlaði inn í Evrópusambandið hafi verið á villigötum. „Við höfum komist aftur að þeirri niðurstöðu að okkar hagsmunum er betur borgið utan ESB en innan þess," sagði Bjarni. Kosningar 2009 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum er sú að komast að sömu niðurstöðu og áður um að Ísland eigi ekki erindi í Evrópusambandið, sagði Bjarni Benediktsson formannsframbjóðandi á landsfundi flokksins í morgun. Mikil andstaða er við aðild Íslands að sambandinu á landsfundinum. Heimir Már Pétursson. Ef sá tónn sem sleginn var af ræðumönnum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í umræðu um Evrópumál í morgun ræður ferðinni um þau mál í flokknum, er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að fara að beita sér fyrir því að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Borinn var fram tillaga um að vísa umræðum um evrópumálin frá landsfundi en hún var fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. En í formlegri tillögu sem liggur fyrir fundinum er forystu flokksins falið að leita samkomulags á Alþingi um að á næsta kjörtímabili fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort skuli sótt um aðild. „Afstaða mín er sú að ef kröfur og markmið eru skýr og ófrávíkjanleg er unnt að segja já við slíkum viðræðum. Ef einhver vafi er um það verður að segja nei," sagði Kristján Þór Júlíusson annar formanna evrópunefndar flokksins og frambjóðandi til embættis formanns í Sjálfstæðisflokknum. Björn Bjarnason þingmaður flokksins var einarður í andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu og sló á þjóðernislegar nótur og minnti á að Evrópusambandið hafi staðið með Bretum í deilum þeirra við Íslendinga varðandi Icesave reikningana. Og frændi hans Bjarni Benediktsson sem flestir telja að verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins sagði meðal annars að þeir sem áttu von á því að úr þessu hagsmunamati kæmi sú stenfna að flokkurinn ætlaði inn í Evrópusambandið hafi verið á villigötum. „Við höfum komist aftur að þeirri niðurstöðu að okkar hagsmunum er betur borgið utan ESB en innan þess," sagði Bjarni.
Kosningar 2009 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira