Lögreglan var andvíg því að færa barn í hendur forsjálauss föður Karen Kjartansdóttir skrifar 24. nóvember 2009 18:38 Fimm lögreglumenn þurfti til að aðstoða fulltrúa barnaverndar Reykjavíkur við að koma sjö ára telpu í hendur forsjárlauss föður síns en hann vildi hún alls ekki hitta. Lögreglan telur að hagmunir barnsins hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi. Stúlkan þurfti læknishjálp eftir heimsóknina til föður síns. Réttur foreldra um að fá að umgangast börn sín virðist ganga fyrir rétti barna um öryggi. Ef marka má rannsókn lögfræðings á umgengnis- og forsjármálum undanfarinn áratug. Sem dæmi má nefna mál móður sem dæmd var forsjá yfir þremur stúlkum eftir að faðirinn játaði að hafa beitt hana og eitt barnanna ofbeldi. Sýslumaður mat það svo að taka yrði tillit til vilja tveggja eldri dætranna sem ekki vildu hitta föður sinni. Hins vegar hefði yngsta stúlkan, sem nú er sjö ára, ekki aldur til að ákveðað það sjálf og skyldi hún umgangast föðurinn. Við því varð móðirin ekki. Í sumar mættu svo fulltrúar frá Sýslumanni og Barnavernd ásamt tveimur lögreglumönnum á heimili móðurinnar. Erfiðlega gekk þó að koma stúlkunni til föður síns og voru þrír lögregluþjónar til viðbótar kallaðir út. Í skýrslu sem lögreglumennirnir fimm á vettvangi skrifuðu allir undir er aðförinni lýst svona: "Er við komum á vettvang heyrðum við mikinn grát og öskur, greinilegt var að eitthvað mikið gekk á." Lögreglumaður spurði stúlkuna hvers vegna hún vildi ekki fara með föður sínum, "sagði hún að hann væri vondur við sig, hann hefði slegið sig og hrist." Annar lögreglumaður ræddi þá við fulltrúa sýslumanns og sagði að sér þætti of langt gengið. Sýslumannsfulltrúinn svaraði því til að þeir einu sem gætu stöðvað þetta væru barnaverndarstarfsmenn. Lögreglumaður fór þá fram til barnaverndarstarfsmanna og spurði þá hvort þeir væru ekki þarna til að gæta hagsmuna barnanna." en fékk þau svör að "drífa þetta af" og "loka hin börnin inn í herbergjum sínum." Lögreglan svaraði því þá að þarna væri ekki verið að stjórna umferð. Móðirin dró þá dóttir sína fram á stigagang. Faðir barnanna tók þar við henni og fór með hana út í bifreið sína á meðan hin börn hans öskruðu ókvæðisorð á eftir honum. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur föðurins segir að hún telji starfsmenn barnaverndar hafa gert allt rétt hún sé ósamála lýsingum lögreglu á staðnum. Í læknisvottorði sem sent var sýslumanninum í Reykjavík eftir umgengni feðginanna kemur þetta hins vegar fram: "met ég ástandið alvarlegt og á þann veg að aðför nú hafi mjög slæmar afleiðingar fyrir heilsu barnsins." Hjá Barnvernd Reykjavíkur fengust þau svör að starfsmenn hennar hafi ekki haft heimild til að stöðva aðgerðina. Eftir atvikið hafi verið kallað eftir leiðbeiningum um framkvæmd mála sem þessa Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
Fimm lögreglumenn þurfti til að aðstoða fulltrúa barnaverndar Reykjavíkur við að koma sjö ára telpu í hendur forsjárlauss föður síns en hann vildi hún alls ekki hitta. Lögreglan telur að hagmunir barnsins hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi. Stúlkan þurfti læknishjálp eftir heimsóknina til föður síns. Réttur foreldra um að fá að umgangast börn sín virðist ganga fyrir rétti barna um öryggi. Ef marka má rannsókn lögfræðings á umgengnis- og forsjármálum undanfarinn áratug. Sem dæmi má nefna mál móður sem dæmd var forsjá yfir þremur stúlkum eftir að faðirinn játaði að hafa beitt hana og eitt barnanna ofbeldi. Sýslumaður mat það svo að taka yrði tillit til vilja tveggja eldri dætranna sem ekki vildu hitta föður sinni. Hins vegar hefði yngsta stúlkan, sem nú er sjö ára, ekki aldur til að ákveðað það sjálf og skyldi hún umgangast föðurinn. Við því varð móðirin ekki. Í sumar mættu svo fulltrúar frá Sýslumanni og Barnavernd ásamt tveimur lögreglumönnum á heimili móðurinnar. Erfiðlega gekk þó að koma stúlkunni til föður síns og voru þrír lögregluþjónar til viðbótar kallaðir út. Í skýrslu sem lögreglumennirnir fimm á vettvangi skrifuðu allir undir er aðförinni lýst svona: "Er við komum á vettvang heyrðum við mikinn grát og öskur, greinilegt var að eitthvað mikið gekk á." Lögreglumaður spurði stúlkuna hvers vegna hún vildi ekki fara með föður sínum, "sagði hún að hann væri vondur við sig, hann hefði slegið sig og hrist." Annar lögreglumaður ræddi þá við fulltrúa sýslumanns og sagði að sér þætti of langt gengið. Sýslumannsfulltrúinn svaraði því til að þeir einu sem gætu stöðvað þetta væru barnaverndarstarfsmenn. Lögreglumaður fór þá fram til barnaverndarstarfsmanna og spurði þá hvort þeir væru ekki þarna til að gæta hagsmuna barnanna." en fékk þau svör að "drífa þetta af" og "loka hin börnin inn í herbergjum sínum." Lögreglan svaraði því þá að þarna væri ekki verið að stjórna umferð. Móðirin dró þá dóttir sína fram á stigagang. Faðir barnanna tók þar við henni og fór með hana út í bifreið sína á meðan hin börn hans öskruðu ókvæðisorð á eftir honum. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur föðurins segir að hún telji starfsmenn barnaverndar hafa gert allt rétt hún sé ósamála lýsingum lögreglu á staðnum. Í læknisvottorði sem sent var sýslumanninum í Reykjavík eftir umgengni feðginanna kemur þetta hins vegar fram: "met ég ástandið alvarlegt og á þann veg að aðför nú hafi mjög slæmar afleiðingar fyrir heilsu barnsins." Hjá Barnvernd Reykjavíkur fengust þau svör að starfsmenn hennar hafi ekki haft heimild til að stöðva aðgerðina. Eftir atvikið hafi verið kallað eftir leiðbeiningum um framkvæmd mála sem þessa
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira