Lögreglan var andvíg því að færa barn í hendur forsjálauss föður Karen Kjartansdóttir skrifar 24. nóvember 2009 18:38 Fimm lögreglumenn þurfti til að aðstoða fulltrúa barnaverndar Reykjavíkur við að koma sjö ára telpu í hendur forsjárlauss föður síns en hann vildi hún alls ekki hitta. Lögreglan telur að hagmunir barnsins hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi. Stúlkan þurfti læknishjálp eftir heimsóknina til föður síns. Réttur foreldra um að fá að umgangast börn sín virðist ganga fyrir rétti barna um öryggi. Ef marka má rannsókn lögfræðings á umgengnis- og forsjármálum undanfarinn áratug. Sem dæmi má nefna mál móður sem dæmd var forsjá yfir þremur stúlkum eftir að faðirinn játaði að hafa beitt hana og eitt barnanna ofbeldi. Sýslumaður mat það svo að taka yrði tillit til vilja tveggja eldri dætranna sem ekki vildu hitta föður sinni. Hins vegar hefði yngsta stúlkan, sem nú er sjö ára, ekki aldur til að ákveðað það sjálf og skyldi hún umgangast föðurinn. Við því varð móðirin ekki. Í sumar mættu svo fulltrúar frá Sýslumanni og Barnavernd ásamt tveimur lögreglumönnum á heimili móðurinnar. Erfiðlega gekk þó að koma stúlkunni til föður síns og voru þrír lögregluþjónar til viðbótar kallaðir út. Í skýrslu sem lögreglumennirnir fimm á vettvangi skrifuðu allir undir er aðförinni lýst svona: "Er við komum á vettvang heyrðum við mikinn grát og öskur, greinilegt var að eitthvað mikið gekk á." Lögreglumaður spurði stúlkuna hvers vegna hún vildi ekki fara með föður sínum, "sagði hún að hann væri vondur við sig, hann hefði slegið sig og hrist." Annar lögreglumaður ræddi þá við fulltrúa sýslumanns og sagði að sér þætti of langt gengið. Sýslumannsfulltrúinn svaraði því til að þeir einu sem gætu stöðvað þetta væru barnaverndarstarfsmenn. Lögreglumaður fór þá fram til barnaverndarstarfsmanna og spurði þá hvort þeir væru ekki þarna til að gæta hagsmuna barnanna." en fékk þau svör að "drífa þetta af" og "loka hin börnin inn í herbergjum sínum." Lögreglan svaraði því þá að þarna væri ekki verið að stjórna umferð. Móðirin dró þá dóttir sína fram á stigagang. Faðir barnanna tók þar við henni og fór með hana út í bifreið sína á meðan hin börn hans öskruðu ókvæðisorð á eftir honum. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur föðurins segir að hún telji starfsmenn barnaverndar hafa gert allt rétt hún sé ósamála lýsingum lögreglu á staðnum. Í læknisvottorði sem sent var sýslumanninum í Reykjavík eftir umgengni feðginanna kemur þetta hins vegar fram: "met ég ástandið alvarlegt og á þann veg að aðför nú hafi mjög slæmar afleiðingar fyrir heilsu barnsins." Hjá Barnvernd Reykjavíkur fengust þau svör að starfsmenn hennar hafi ekki haft heimild til að stöðva aðgerðina. Eftir atvikið hafi verið kallað eftir leiðbeiningum um framkvæmd mála sem þessa Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Fimm lögreglumenn þurfti til að aðstoða fulltrúa barnaverndar Reykjavíkur við að koma sjö ára telpu í hendur forsjárlauss föður síns en hann vildi hún alls ekki hitta. Lögreglan telur að hagmunir barnsins hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi. Stúlkan þurfti læknishjálp eftir heimsóknina til föður síns. Réttur foreldra um að fá að umgangast börn sín virðist ganga fyrir rétti barna um öryggi. Ef marka má rannsókn lögfræðings á umgengnis- og forsjármálum undanfarinn áratug. Sem dæmi má nefna mál móður sem dæmd var forsjá yfir þremur stúlkum eftir að faðirinn játaði að hafa beitt hana og eitt barnanna ofbeldi. Sýslumaður mat það svo að taka yrði tillit til vilja tveggja eldri dætranna sem ekki vildu hitta föður sinni. Hins vegar hefði yngsta stúlkan, sem nú er sjö ára, ekki aldur til að ákveðað það sjálf og skyldi hún umgangast föðurinn. Við því varð móðirin ekki. Í sumar mættu svo fulltrúar frá Sýslumanni og Barnavernd ásamt tveimur lögreglumönnum á heimili móðurinnar. Erfiðlega gekk þó að koma stúlkunni til föður síns og voru þrír lögregluþjónar til viðbótar kallaðir út. Í skýrslu sem lögreglumennirnir fimm á vettvangi skrifuðu allir undir er aðförinni lýst svona: "Er við komum á vettvang heyrðum við mikinn grát og öskur, greinilegt var að eitthvað mikið gekk á." Lögreglumaður spurði stúlkuna hvers vegna hún vildi ekki fara með föður sínum, "sagði hún að hann væri vondur við sig, hann hefði slegið sig og hrist." Annar lögreglumaður ræddi þá við fulltrúa sýslumanns og sagði að sér þætti of langt gengið. Sýslumannsfulltrúinn svaraði því til að þeir einu sem gætu stöðvað þetta væru barnaverndarstarfsmenn. Lögreglumaður fór þá fram til barnaverndarstarfsmanna og spurði þá hvort þeir væru ekki þarna til að gæta hagsmuna barnanna." en fékk þau svör að "drífa þetta af" og "loka hin börnin inn í herbergjum sínum." Lögreglan svaraði því þá að þarna væri ekki verið að stjórna umferð. Móðirin dró þá dóttir sína fram á stigagang. Faðir barnanna tók þar við henni og fór með hana út í bifreið sína á meðan hin börn hans öskruðu ókvæðisorð á eftir honum. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur föðurins segir að hún telji starfsmenn barnaverndar hafa gert allt rétt hún sé ósamála lýsingum lögreglu á staðnum. Í læknisvottorði sem sent var sýslumanninum í Reykjavík eftir umgengni feðginanna kemur þetta hins vegar fram: "met ég ástandið alvarlegt og á þann veg að aðför nú hafi mjög slæmar afleiðingar fyrir heilsu barnsins." Hjá Barnvernd Reykjavíkur fengust þau svör að starfsmenn hennar hafi ekki haft heimild til að stöðva aðgerðina. Eftir atvikið hafi verið kallað eftir leiðbeiningum um framkvæmd mála sem þessa
Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira