Segir ríkisborgaraprófin mismuna á margan hátt Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 13. júlí 2009 13:18 Ingibjörg Hafstað, yfirmaður íslenskukennslu Alþjóðahússins. Mynd/Valli „Þegar ráðuneyti segir að prófin eigi að vera hjálpartæki fyrir innflytjendur til að aðlaga sig en ekki sía, þá fellur það náttúrulega um sjálft sig," segir Ingibjörg Hafstað, yfirmaður íslenskukennslu í Alþjóðahúsinu. Hún er afar óánægð með ríkisborgaraprófin í íslensku sem lögð voru fyrir í fyrsta sinn í júní og ætlar að fá þá sem féllu til að kæra prófin. Alls féllu tólf umsækjendur á prófinu og fá því ekki ríkisborgararétt líkt og þeir stefndu að. Ingibjörg segir prófið mismuna umsækjendum á margan hátt. „Það er verið að sigta út ákveðinn hóp fólks sem ekki fær ríkisborgararétt," segir Ingibjörg. Hún nefnir sem dæmi að Asíubúar sem tali svokölluð tónamál eigi mun erfiðara með að læra íslensku en Evrópubúar, enda tungumál málsvæðanna í grundvallaratriðum ólík og stafróf þeirra sömuleiðis. Því til stuðnings segir hún meirihluta þeirra sem féllu á ríkisborgaraprófinu vera Víetnama, þó dómsmálaráðuneytið hafi enn ekki staðfest það. Þá segir hún illa menntað og fullorðið fólk eiga erfiðara með að ná prófinu en aðrir. Ingibjörg gagnrýnir einnig reglugerðina um prófin og segir hana útiloka ólæsa frá því að fá ríkisborgararétt. „Það er stefna stjórnvalda að ólæsir fái ekki ríkisborgararétt. Það er ekki hægt að túlka þessa grein öðruvísi," segir Ingibjörg og vísar til fimmtu greinar reglugerðarinnar. Þar segir: „Ekki er gert ráð fyrir sérstakri aðstoð í próftökunni við þá sem eru óskrifandi eða ólæsir á latneskt letur ef ætla má að þeir gætu náð þeirri færni með hefðbundnu lestrar- og skriftarnámi." „Það þýðir ekki að segja við ólæsan einstakling: Reyndu samt." „Ef þú ert illa læs á þitt móðurmál og þarft svo að læra nýtt letur, þá er eiginlega ómögulegt að verða sæmilega læs á mál sem þú kannt ekki.," segir Ingibjörg. Hún gerði að eigin sögn athugasemdir við reglugerðina þegar hún var samin sem ekki voru teknar til greina. Ingibjörg reynir nú að hafa uppi á þeim einstaklingum sem féllu á ríkisborgaraprófinu og fá þá til að kæra prófið til umboðsmanns alþingis fyrir brot á jafnræðisreglu. Tengdar fréttir Tólf féllu á fyrsta ríkisborgaraprófinu í íslensku Alls féllu tólf manns á fyrsta ríkisborgaraprófinu í íslensku og fá því ekki ríkisborgararétt eins og þeir stefndu að. Alls þreyttu 206 manns prófið, sem var framkvæmt á tveggja vikna tímabili í júní. 9. júlí 2009 16:29 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
„Þegar ráðuneyti segir að prófin eigi að vera hjálpartæki fyrir innflytjendur til að aðlaga sig en ekki sía, þá fellur það náttúrulega um sjálft sig," segir Ingibjörg Hafstað, yfirmaður íslenskukennslu í Alþjóðahúsinu. Hún er afar óánægð með ríkisborgaraprófin í íslensku sem lögð voru fyrir í fyrsta sinn í júní og ætlar að fá þá sem féllu til að kæra prófin. Alls féllu tólf umsækjendur á prófinu og fá því ekki ríkisborgararétt líkt og þeir stefndu að. Ingibjörg segir prófið mismuna umsækjendum á margan hátt. „Það er verið að sigta út ákveðinn hóp fólks sem ekki fær ríkisborgararétt," segir Ingibjörg. Hún nefnir sem dæmi að Asíubúar sem tali svokölluð tónamál eigi mun erfiðara með að læra íslensku en Evrópubúar, enda tungumál málsvæðanna í grundvallaratriðum ólík og stafróf þeirra sömuleiðis. Því til stuðnings segir hún meirihluta þeirra sem féllu á ríkisborgaraprófinu vera Víetnama, þó dómsmálaráðuneytið hafi enn ekki staðfest það. Þá segir hún illa menntað og fullorðið fólk eiga erfiðara með að ná prófinu en aðrir. Ingibjörg gagnrýnir einnig reglugerðina um prófin og segir hana útiloka ólæsa frá því að fá ríkisborgararétt. „Það er stefna stjórnvalda að ólæsir fái ekki ríkisborgararétt. Það er ekki hægt að túlka þessa grein öðruvísi," segir Ingibjörg og vísar til fimmtu greinar reglugerðarinnar. Þar segir: „Ekki er gert ráð fyrir sérstakri aðstoð í próftökunni við þá sem eru óskrifandi eða ólæsir á latneskt letur ef ætla má að þeir gætu náð þeirri færni með hefðbundnu lestrar- og skriftarnámi." „Það þýðir ekki að segja við ólæsan einstakling: Reyndu samt." „Ef þú ert illa læs á þitt móðurmál og þarft svo að læra nýtt letur, þá er eiginlega ómögulegt að verða sæmilega læs á mál sem þú kannt ekki.," segir Ingibjörg. Hún gerði að eigin sögn athugasemdir við reglugerðina þegar hún var samin sem ekki voru teknar til greina. Ingibjörg reynir nú að hafa uppi á þeim einstaklingum sem féllu á ríkisborgaraprófinu og fá þá til að kæra prófið til umboðsmanns alþingis fyrir brot á jafnræðisreglu.
Tengdar fréttir Tólf féllu á fyrsta ríkisborgaraprófinu í íslensku Alls féllu tólf manns á fyrsta ríkisborgaraprófinu í íslensku og fá því ekki ríkisborgararétt eins og þeir stefndu að. Alls þreyttu 206 manns prófið, sem var framkvæmt á tveggja vikna tímabili í júní. 9. júlí 2009 16:29 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Tólf féllu á fyrsta ríkisborgaraprófinu í íslensku Alls féllu tólf manns á fyrsta ríkisborgaraprófinu í íslensku og fá því ekki ríkisborgararétt eins og þeir stefndu að. Alls þreyttu 206 manns prófið, sem var framkvæmt á tveggja vikna tímabili í júní. 9. júlí 2009 16:29