Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi 14. ágúst 2009 10:07 Hosmany Ramos á ótrúlegan feril að baki. Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. Hosmany Ramos er fæddur árið 1947 og er menntaður lýtalæknir. Hann var einn virtasti læknirinn á sínu sviði í Rio de Janeiro á áttunda áratugnum og taldi stjörnur á borð við Pelé, Joan Collins og Biöncu Jagger til vina sinna. Ramos bjó í glæsiíbúð á Copacobana ströndinni og keyrði um á lúxusbílum en á sama tíma var hann stórtækur glæpamaður. Hann smyglaði eiturlyfjum á milli landa, meðal annars í einkaþotu sinni og hélt úti hópum manna sem stunduðu það að ræna ríka fólkið sem Ramos gerði sér dælt við. 21 árs dómur fyrir morð og meira til Árið 1981 var hann dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir flugvélaþjófnað, bifreiðasmygl og fyrir að myrða einkaflugmanninn sinn. Honum tókst tvívegis að sleppa úr fangelsi og árið 1996 var hann handsamaður eftir að hafa verið í mánuð á flótta. Á flóttanum tók hann þátt í mannráni þegar ríkum bónda var rænt og fyrir það brot fékk hann 30 ára fangelsisdóm til viðbótar. Ramos hefur gefið út átta bækur á meðan á fangelsisdvöl hans hefur staðið þar sem hann hefur deilt hart á fangelsiskerfið í Brasilíu. Síðasta bók hans er þó skáldsaga sem fjallar um þjóðaríþrótt Brasilíumanna, fótboltann. Skilaði sér ekki heim úr jólaleyfi Í desember á síðasta ári fékk Ramos leyfi hjá yfirvöldum til þess að eyða jólum og áramótum heima hjá sér. Hann átti að snúa aftur í byrjun janúar en í stað þess að gera það sendi blaðafulltrúi hans frá sér tilkynningu þar sem Ramos sagðist ekki geta hugsað sér að snúa aftur fyrr en aðbúnaður í fangelsunum yrði bættur. Hann sagðist einnig óttast um líf sitt í ljósi þess að hann hafi gagnrýnt fangelsisyfirvöld harðlega í bókum sínum. Í maí greindu brasilískir miðlar frá því að til hans hafi sést í París en það var aldrei staðfest. Nú hefur hann hins vegar dúkkað upp hér á landi og er kominn á bak við lás og slá enn eina ferðina. Hosmany Ramos heldur einnig úti heimasíðu þar sem hann kynnir framboð sitt til forsetakosninga árið 2010. Það er því ljóst að frægari fangi hefur tæplega vermt sakamannabekkinn á Skólavörðustígnum. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira
Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. Hosmany Ramos er fæddur árið 1947 og er menntaður lýtalæknir. Hann var einn virtasti læknirinn á sínu sviði í Rio de Janeiro á áttunda áratugnum og taldi stjörnur á borð við Pelé, Joan Collins og Biöncu Jagger til vina sinna. Ramos bjó í glæsiíbúð á Copacobana ströndinni og keyrði um á lúxusbílum en á sama tíma var hann stórtækur glæpamaður. Hann smyglaði eiturlyfjum á milli landa, meðal annars í einkaþotu sinni og hélt úti hópum manna sem stunduðu það að ræna ríka fólkið sem Ramos gerði sér dælt við. 21 árs dómur fyrir morð og meira til Árið 1981 var hann dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir flugvélaþjófnað, bifreiðasmygl og fyrir að myrða einkaflugmanninn sinn. Honum tókst tvívegis að sleppa úr fangelsi og árið 1996 var hann handsamaður eftir að hafa verið í mánuð á flótta. Á flóttanum tók hann þátt í mannráni þegar ríkum bónda var rænt og fyrir það brot fékk hann 30 ára fangelsisdóm til viðbótar. Ramos hefur gefið út átta bækur á meðan á fangelsisdvöl hans hefur staðið þar sem hann hefur deilt hart á fangelsiskerfið í Brasilíu. Síðasta bók hans er þó skáldsaga sem fjallar um þjóðaríþrótt Brasilíumanna, fótboltann. Skilaði sér ekki heim úr jólaleyfi Í desember á síðasta ári fékk Ramos leyfi hjá yfirvöldum til þess að eyða jólum og áramótum heima hjá sér. Hann átti að snúa aftur í byrjun janúar en í stað þess að gera það sendi blaðafulltrúi hans frá sér tilkynningu þar sem Ramos sagðist ekki geta hugsað sér að snúa aftur fyrr en aðbúnaður í fangelsunum yrði bættur. Hann sagðist einnig óttast um líf sitt í ljósi þess að hann hafi gagnrýnt fangelsisyfirvöld harðlega í bókum sínum. Í maí greindu brasilískir miðlar frá því að til hans hafi sést í París en það var aldrei staðfest. Nú hefur hann hins vegar dúkkað upp hér á landi og er kominn á bak við lás og slá enn eina ferðina. Hosmany Ramos heldur einnig úti heimasíðu þar sem hann kynnir framboð sitt til forsetakosninga árið 2010. Það er því ljóst að frægari fangi hefur tæplega vermt sakamannabekkinn á Skólavörðustígnum.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira