Innlent

Yfir 5000 króna verðmunur á dekkjaskiptingu

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Mynd/Arnþór Birkisson

Tæplega 5600 króna verðmunur getur verið á þjónustu hjólbarðaverkstæða við skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu á dekkjum. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði hjá 28 þjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri föstudaginn 17. apríl.

Mestur reyndist munurinn á hæsta og lægsta verði á hjólbarðaskiptingu fyrir jeppa á 30-32 tommu dekkjum eða rúm 72%. Einnig jeppa á 29 tommu dekkjum en munurinn reyndist 71%.

Þjónustan fyrir fólksbíl á 13-15 tommu dekkjum með stálfelgum kostaði 5200 krónur hjá Hjólbarðaverkstæði Vöku, Eldshöfða þar sem hún var ódýrust en k7.136 krónur hjá Höldur hjólvarðaverkstæði Akureyri þar sem hún var dýrust. Það er 1936 króna munur á hæsta og lægsta verði eða 37%.

Fyrir sambærilegan bíl á álfelgum kostar þjónustan frá 5200 krónur hjá Hjólbarðaverkstæði Vöku upp í 7690 krónur hjá Hjólbaraverkstæði Heklu, Klettagörðum sem er 2490 króna verðmunur eða tæplega 48%.

Talsverð hækkun frá síðustu könnun



Fram kemur í frétt á vef ASÍ að þjónusta hjólbarðaverkstæða við fólksbíla hefur að meðaltali hækkað um 10% frá síðustu könnun verðlagseftirlitsins sem gerð var í október 2007. Meiri hækkun hefur þó orðið á þjónustu við jepplinga og meðalstóra jeppa eða um 11%. Þjónusta við stóra jeppa hefur hækkað mest eða um tæp 16% að meðaltali.

Töflu með samanburði verð á milli verkstæða má sjá hér fyrir neðan.

 

 

Töflu með samanburði verð á milli verkstæða má sjá hér fyrir neðan



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×