Enski boltinn

Er Mark Hughes hættur hjá City?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Hughes gengur af velli í dag.
Mark Hughes gengur af velli í dag. Nordic Photos / Getty Images

Svo virðist sem að Mark Hughes hafi stýrt sínum síðasta leik hjá Manchester City í dag en hann gaf engin viðtöl eftir 4-3 sigur City á Sunderland í dag.

City hefur meira að segja staðfest að Hughes muni ekki ræða við fréttamenn í dag eins og venjan er eftir leiki. Þá er talið að félagið muni senda frá sér tilkynningu klukkan 19.30 í kvöld.

Fjölmiðlar hafa fullyrt að Roberto Mancini muni taka við starfi Hughes og að það verði tilkynnt nú síðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×