Fótbolti

Torres: Erum komnir aftur á byrjunarreit

Torres felur sig í treyjunni en Bandaríkjamenn fagna eftir undanúrslitaleikinn.
Torres felur sig í treyjunni en Bandaríkjamenn fagna eftir undanúrslitaleikinn. Nordicphotos/GettyImages
Joel Santana segir að Suður-Afríkumenn skorti enga hvatningu fyrir leikinn gegn Spánverjum á morgun. Liðin mætast þá í leik um þriðja sætið í Álfukeppninni en þjálfarinn vill eðlilega vinna til verðlauna á heimavelli.

„Þetta er mikilvæg keppni, einbeitingin á því að vera eins og hún var í fyrsta leiknum. Þetta er undirbúningur fyrir Heimsmeistaramótið. Ég þarf leikmennina einbeitta og að spila eins vel og þeir geta," sagði þjálfarinn.

Spánverjar unnu leikinn í riðlakeppninni 2-0.

Fernando Torres segir að Spánverjar vilji koma sér aftur á beinu brautina. Liðið hafði ekki tapað 35 leikjum í röð og unnið fimmtán síðustu, sem bæði eru met.

„Þegar þú tapar leik og margir leikmanna muna ekki hvenær það gerðist síðast sýnir það að þú sért á réttri leið. Reyndar vil ég frekar að það gerist núna en á HM. Við þurfum að fara aftur á byrjunarreit og vinna næsta leik," sagði framherjinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×