Spáir því að Íslendingar verði olíuþjóð 30. mars 2009 19:00 Íslendingar eiga eftir að verða olíuþjóð, segir helsti sérfræðingur Noregs í Jan Mayen svæðinu, og líkir því við verðmætustu olíusvæði heims. Nýjustu hljóðbylgjumælingar sem gerðar voru á Drekanum í fyrra lofa góðu og mikill áhugi er meðal olíufélaga að kaupa upplýsingarnar.Til að kanna líkindi á olíu í úthöfum nota menn rannsóknarskip sem mæla endurkast af hljóðbylgjum úr jarðlögum hafsbotnsins. Í Bergen heimsóttum við norska fyrirtækið Wavefield Inseis, sem kannaði Drekasvæðið bæði í fyrra og fyrir átta árum, en það er nú í eigu CGG Veritas, helsta fyrirtækis heims á þessu sviði.Cato Bolstad, forstjóri CGG Veritas í Noregi, segir fyrirtækið búið að safna hljóðbylgjumælingum af 3.500 kílómetra svæði með fullkomnustu rannsóknar og greiningartæknitækni sem fyrirfinnist og niðurstöðurnar lofi góði.Áhugi alþjóðlegra olíufélaga á að kaupa rannsóknargögnin gefur vísbendingu um stemmninguna fyrir olíuútboði íslenskra stjórnvalda. Cato Bolstad segir áhugann mjög mikinn og fyrirtækið sé ánægt með hversu mikið hafi selst af þeim.Við hliðina á ráðhúsi Oslóborgar er olíuleitarfyrirtækið Sagex Petrolium með höfuðstöðvar sínar. Sagex er að fimmtungi í eigu íslenskra fjárfesta og með starfsemi í sex löndum. Þar ræður ríkjum jarðeðlisfræðingurinn Terje Hagevang en fáir þekkja betur möguleika Jan Mayen-svæðsins en hann. Hann rannsakaði það fyrst fyrir þrjátíu árum og var lengi ráðgjafi íslenskra og norskra stjórnvalda.Terje Hagevang telur að bæði olía og gas muni finnast á Drekasvæðinu en það muni taka mörg ár og kalla á mikla vinnu og fjárfestingar. Það var einmitt Terje Hagevang sem lýsti því mati sínu á ráðstefnu í Reykjavík síðastliðið haust að Jan Mayen-svæðið gæti verið álíka verðmætt og Noregshaf, eitt helsta olíusvæði heims.Fréttastofa Stöðvar 2 mun á næstu dögum flytja fréttaröð um möguleika Íslands. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Íslendingar eiga eftir að verða olíuþjóð, segir helsti sérfræðingur Noregs í Jan Mayen svæðinu, og líkir því við verðmætustu olíusvæði heims. Nýjustu hljóðbylgjumælingar sem gerðar voru á Drekanum í fyrra lofa góðu og mikill áhugi er meðal olíufélaga að kaupa upplýsingarnar.Til að kanna líkindi á olíu í úthöfum nota menn rannsóknarskip sem mæla endurkast af hljóðbylgjum úr jarðlögum hafsbotnsins. Í Bergen heimsóttum við norska fyrirtækið Wavefield Inseis, sem kannaði Drekasvæðið bæði í fyrra og fyrir átta árum, en það er nú í eigu CGG Veritas, helsta fyrirtækis heims á þessu sviði.Cato Bolstad, forstjóri CGG Veritas í Noregi, segir fyrirtækið búið að safna hljóðbylgjumælingum af 3.500 kílómetra svæði með fullkomnustu rannsóknar og greiningartæknitækni sem fyrirfinnist og niðurstöðurnar lofi góði.Áhugi alþjóðlegra olíufélaga á að kaupa rannsóknargögnin gefur vísbendingu um stemmninguna fyrir olíuútboði íslenskra stjórnvalda. Cato Bolstad segir áhugann mjög mikinn og fyrirtækið sé ánægt með hversu mikið hafi selst af þeim.Við hliðina á ráðhúsi Oslóborgar er olíuleitarfyrirtækið Sagex Petrolium með höfuðstöðvar sínar. Sagex er að fimmtungi í eigu íslenskra fjárfesta og með starfsemi í sex löndum. Þar ræður ríkjum jarðeðlisfræðingurinn Terje Hagevang en fáir þekkja betur möguleika Jan Mayen-svæðsins en hann. Hann rannsakaði það fyrst fyrir þrjátíu árum og var lengi ráðgjafi íslenskra og norskra stjórnvalda.Terje Hagevang telur að bæði olía og gas muni finnast á Drekasvæðinu en það muni taka mörg ár og kalla á mikla vinnu og fjárfestingar. Það var einmitt Terje Hagevang sem lýsti því mati sínu á ráðstefnu í Reykjavík síðastliðið haust að Jan Mayen-svæðið gæti verið álíka verðmætt og Noregshaf, eitt helsta olíusvæði heims.Fréttastofa Stöðvar 2 mun á næstu dögum flytja fréttaröð um möguleika Íslands.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira