Kampavínsmálið: Mál eins manns breytir engu um styrki til KSÍ 10. nóvember 2009 12:05 Geir Þorsteinsson er formaður KSÍ. Forsvarsmaður eins stærsta styrktaraðila KSÍ segir að mál eins manns breyti ekki afstöðu fyrirtækisins til sambandsins. Styrktarsamningurinn sé fyrir íslensk knattspyrnu, íslensk ungmenni og íslensku landsliðin. Menntamálaráðherra telur þetta mál ekki vera íþróttahreyfingunni til framdráttar. Mál Pálma Jónssonar, fjármálastjóra KSÍ, hefur verið tilefni gagnrýni á Knattspyrnusambandið, en mörgum finnst óeðlilegt að fjármálastjórinn hafi yfirleitt komið sér í þær aðstæður að kort í eigu sambandsins var misnotað af nektarbúllu. Sem kunnugt er voru 67 þúsund svissneskir frankar teknir út af kreditkorti í eigu KSÍ á næturklúbbu í Zurich sem téður Pálmi hafði heimsótt árið 2005. Nú hefur Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, óskað formlega eftir skýringum knattspyrnusambandsins á málinu og var skriflegt erindi þess efnis sent í gær. Stærstu styrktaraðilar KSÍ eru Vífilfell, Icelandair, Íslensk getspá, Landsbankinn, Vodafone, VÍS og Mastercard. Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu að mál Pálma kæmi ekki til með að hafa áhrif á afstöðu Icelandair til KSÍ. Fyrirtækið liti svo á að styrktarsamningurinn væri fyrir íslenska knattspyrnu, íslensk ungmenni og íslensku landsliðin. Mál eins manns myndi ekki hafa áhrif á þann stuðning. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sem einnig er ráðherra íþróttamála sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hún biði skýringa að loknum stjórnarfundi hjá KSÍ. Hún teldi þetta mál ekki vera íþróttahreyfingunni til framdráttar. Það skipti miklu máli hvernig fulltrúar íþróttahreyfingarinnar höguðu sér og þessi hegðun væri ekki til fyirirmyndar. Menntamálaráðherra telur fulla þörf á að íþróttahreyfingin setji sér reglur um framgöngu síns fólk þegar það sé á ferðalögum erlendis, alveg eins og rætt hafi verið að setja í stjórnsýslunni. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Forsvarsmaður eins stærsta styrktaraðila KSÍ segir að mál eins manns breyti ekki afstöðu fyrirtækisins til sambandsins. Styrktarsamningurinn sé fyrir íslensk knattspyrnu, íslensk ungmenni og íslensku landsliðin. Menntamálaráðherra telur þetta mál ekki vera íþróttahreyfingunni til framdráttar. Mál Pálma Jónssonar, fjármálastjóra KSÍ, hefur verið tilefni gagnrýni á Knattspyrnusambandið, en mörgum finnst óeðlilegt að fjármálastjórinn hafi yfirleitt komið sér í þær aðstæður að kort í eigu sambandsins var misnotað af nektarbúllu. Sem kunnugt er voru 67 þúsund svissneskir frankar teknir út af kreditkorti í eigu KSÍ á næturklúbbu í Zurich sem téður Pálmi hafði heimsótt árið 2005. Nú hefur Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, óskað formlega eftir skýringum knattspyrnusambandsins á málinu og var skriflegt erindi þess efnis sent í gær. Stærstu styrktaraðilar KSÍ eru Vífilfell, Icelandair, Íslensk getspá, Landsbankinn, Vodafone, VÍS og Mastercard. Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu að mál Pálma kæmi ekki til með að hafa áhrif á afstöðu Icelandair til KSÍ. Fyrirtækið liti svo á að styrktarsamningurinn væri fyrir íslenska knattspyrnu, íslensk ungmenni og íslensku landsliðin. Mál eins manns myndi ekki hafa áhrif á þann stuðning. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sem einnig er ráðherra íþróttamála sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hún biði skýringa að loknum stjórnarfundi hjá KSÍ. Hún teldi þetta mál ekki vera íþróttahreyfingunni til framdráttar. Það skipti miklu máli hvernig fulltrúar íþróttahreyfingarinnar höguðu sér og þessi hegðun væri ekki til fyirirmyndar. Menntamálaráðherra telur fulla þörf á að íþróttahreyfingin setji sér reglur um framgöngu síns fólk þegar það sé á ferðalögum erlendis, alveg eins og rætt hafi verið að setja í stjórnsýslunni.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira