Enski boltinn

Wenger: Manchester-menn voru þreyttir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool skoraði fjórum sinnum á Old Trafford í gær.
Liverpool skoraði fjórum sinnum á Old Trafford í gær. Mynd/AFP

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur sýnar skoðanir á leik Manchester United og Liverpool sem fram fór á Old Trafford í gær og lauk með 4-1 stórsigri Liverpool. Hann talaði um leikinn í viðtali á heimasíðu Arsenal.

Arsene Wenger nefnir tvö lykilatriði í aðdraganda leiksins hafi haft mikil áhrif. Liverpool fékk aukadag í hvíld eftir Meistaradeildarleikinn í vikunni og fékk auk þess frí um síðustu helgi þegar United var að keppa í enska bikarnum.

„Manchester United er búið að spila mjög marga leiki síðan í janúar og þeir litu úr fyrir að vera þreyttir í þessum leik. Það var greinilegt að Liuverpool-liðið spilaði ekki um síðustu helgi og þeir höfðu góðan tíma til að jafna sig eftir Real-leikinn," sagði Wenger.

„Það fer ekkert á milli mála að þegar reynslumiklir menn gera svona mistök eins og Manchester-menn gerðu í þessum leik þá er það vegna þess að þeir eru þreyttir," sagði Wenger.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×