Vilja 25 manna nefnd til að fjalla um heildarendurskoðun stjórnarskrár 16. apríl 2009 17:03 Enn hefur stjórnarskrármálið ekki verið afgreitt frá Alþingi. Mynd/ Pjetur. Sjálfstæðismenn vilja að Alþingi kjósi hlutfallskosningu 25 manna nefnd til að undirbúa tillögur að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Gert er ráð fyrir að tillögur þeirrar nefndar liggi fyrir innan tveggja ára. Sjálfstæðismenn kynntu hugmynd að þingsályktunartillögu þessa efnis á fundi sérnefndarinnar í dag. Telja sjálfstæðismenn að með þeim hætti sé unnt að standa á vandaðan hátt að þessu mikilvæga verkefni og leggja um leið áherslu að að það ferli verði opið og lýðræðislegt. Þá kynntu sjálfstæðismenn tvær hugmyndir um breytingar að stjórnskipunarfrumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu til að skapa forsendur fyrir samkomulagi. Annars vegar er um að ræða orðalagsbreytingu á 1. grein frumvarpsins þannig að ekki verði notað hugtakið þjóðareign, sem þeim þykir óljóst og líklegt til að valda túlkunarvanda. Leggja sjálfstæðismenn til að í staðinn komi ákvæði um að íslenska ríkið fari með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt þeirra náttúruauðlinda sem ekki eru í einkaeign og hafi eftirlit með nýtingu þeirra eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slíkar auðlindir megi hvorki selja né láta varanlega af hendi. Hins vegar er um að ræða breytingu á 79. grein stjórnarskrárinnar, en þar er fjallað um aðferðina við að breyta stjórnarskrá. Segja sjálfstæðismenn að sú tillaga sem þeir kynntu í nefndinni sem umræðugrundvöll sé orðrétt sú tillaga, sem stjórnarskrárnefnd skipuð fulltrúum allra flokka skilaði af sér í febrúar 2007. Sérnefnd um stjórnarskrárbreytingar fundaði um málið í dag. Frumvarpið er enn til annarrar umræðu í þinginu en var kallað til nefndar í fyrrinótt án þess að umræðu væri lokið. Sérnefndin lauk umfjöllun um málið í dag án niðurstöðu. Kosningar 2009 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja að Alþingi kjósi hlutfallskosningu 25 manna nefnd til að undirbúa tillögur að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Gert er ráð fyrir að tillögur þeirrar nefndar liggi fyrir innan tveggja ára. Sjálfstæðismenn kynntu hugmynd að þingsályktunartillögu þessa efnis á fundi sérnefndarinnar í dag. Telja sjálfstæðismenn að með þeim hætti sé unnt að standa á vandaðan hátt að þessu mikilvæga verkefni og leggja um leið áherslu að að það ferli verði opið og lýðræðislegt. Þá kynntu sjálfstæðismenn tvær hugmyndir um breytingar að stjórnskipunarfrumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu til að skapa forsendur fyrir samkomulagi. Annars vegar er um að ræða orðalagsbreytingu á 1. grein frumvarpsins þannig að ekki verði notað hugtakið þjóðareign, sem þeim þykir óljóst og líklegt til að valda túlkunarvanda. Leggja sjálfstæðismenn til að í staðinn komi ákvæði um að íslenska ríkið fari með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt þeirra náttúruauðlinda sem ekki eru í einkaeign og hafi eftirlit með nýtingu þeirra eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slíkar auðlindir megi hvorki selja né láta varanlega af hendi. Hins vegar er um að ræða breytingu á 79. grein stjórnarskrárinnar, en þar er fjallað um aðferðina við að breyta stjórnarskrá. Segja sjálfstæðismenn að sú tillaga sem þeir kynntu í nefndinni sem umræðugrundvöll sé orðrétt sú tillaga, sem stjórnarskrárnefnd skipuð fulltrúum allra flokka skilaði af sér í febrúar 2007. Sérnefnd um stjórnarskrárbreytingar fundaði um málið í dag. Frumvarpið er enn til annarrar umræðu í þinginu en var kallað til nefndar í fyrrinótt án þess að umræðu væri lokið. Sérnefndin lauk umfjöllun um málið í dag án niðurstöðu.
Kosningar 2009 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir