Enski boltinn

Sunderland reyndi að kaupa Bent

NordicPhotos/GettyImages

Ricky Sbragia, knattspyrnustjóri Sunderland, segir að félagið hafi verið í sambandi við Tottenham undir lok félagaskiptagluggans með það fyrir augum að kaupa framherjann Darren Bent.

Sagt er að Sunderland hafi verið tilbúið að bjóða allt að tíu milljónir punda fyrir framherjann, sem skoraði bæði mörk Tottenham í 3-2 tapi liðsins fyrir Bolton um síðustu helgi.

"Við höfðum áhuga á honum en við vorum ekki vissir um hvort hann var á lausu eða ekki. Það var Niall Quinn (stjórnarformaður) sem annaðist þetta mál. Það má vel vera að það hafi sett strik í reikninginn hvað Tottenham var lengi að landa Robbie Keane, en svo má líka vel vera að Bent hafi ekki verið falur," sagði Sbragia.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×