Enski boltinn

Hughes vill fá meira úr Robinho á útivelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robinho í leik með Manchester City.
Robinho í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Mark Hughes, knattspyrnustjóri Manchester City, vill að Robinho bæti frammistöðu sína í útileikjum liðsins.

Robinho hefur skorað tólf deildarmark á tímabilinu en tíu þeirra hafa komið á heimavelli. Hann átti einnig fremur slæman dag er City tapaði fyrir Portsmouth á útivelli um helgina.

„Við ræddum stuttlega saman um þetta," sagði Hughes við enska fjölmiðla. „Nú eigum við möguleika á að bæta þetta þar sem næsti leikur er á útivelli," bætti hann við en City mætir Liverpool á Anfield á sunnudaginn.

Hughes telur að Robinho sé enn að aðlagast enska boltanum. „Við verðum að átta okkur á því hvar hann stendur. Vandræðin nú gera það að verkum að hann verði betri í framtíðinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×