„Eins gott að rottan finnist annars á maður væntanlega von á loftárás“ 16. desember 2009 19:46 Jón Hilmar Hallgrímsson. „Við vorum að horfa á Law abiding citizen þegar ég fékk símtal frá lögreglunni um að koma út," segir Jón Hilmar Hallgrímsson, en sérsveit lögreglunnar handtók hann og vinkonu hans í dag vegna gruns um að hann væri vopnaður. Tilkynning barst til lögreglunnar í dag að maður vopnaður haglabyssu væri í garði Jóns. Í ljós kom að meindýraeyðir var á ferð sem ætlaði að góma rottu. Jón Hilmar fór út og mættu honum þá sex vopnaðir sérsveitarmenn sem skipuðu honum að leggjast í jörðina. Hann neitaði þar sem jörðin var skítug. Í kjölfarið kom til átaka sem varð til þess að Jón Hilmar meiddist lítillega að eigin sögn. „Ég er tognaður víðsvegar á líkamanum og rifflaður á enninu og svona," sagði Jón sem er verulega ósáttur við fangabrögð sérsveitarinnar. Hann var handtekinn í kjölfarið og vinkona hans einnig. Þau voru færð á lögreglustöð á meðan húsleit var framkvæmd á heimilinu. Þeim er báðum verulega brugðið að sögn Jóns. Skothvellir reyndust koma frá hasarmynd. Þeim var svo sleppt þegar ekkert saknæmt fannst á heimili Jóns Hilmars og í ljós kom að byssumaðurinn var meindýraeyðir vopnaður svörtu vasaljósi. Jón segir að þetta sé í annað skiptið sem lögreglan hefur afskipti af heimilinu í vikunni og telur um áreitni sé að ræða. „Þetta gengur ekki svona," segir Jón Hilmar en lögreglan segist hafa heyrt skothvelli þegar þeir komu á vettvang. Hvellirnir reyndust vera í hasarmyndinni sem Jón var að horfa á. Sjálfur segir Jón að það sé ómögulegt að þeir hafi talið skothvellina vera raunverulega þar sem hátalarar sem voru tengdir við tölvu voru ekki hátt stilltir. Spurður hvort viðbrögð lögreglunnar hafi ekki verið eðlileg í ljósi þess að hann hafi komist áður í kast við lögin segir Jón að hann hafi síðast verið dæmdur fyrir afbrot fyrir tíu árum síðan. „Maður myndi halda að slíkt væri fyrnt," segir hann og bætir við að það sé varla tilefni til þess að mæta með sérsveitina á vettvang. Jón átti áður sólbaðstofu en er búinn að selja hana. Hann segist nú vera athafnamaður og stefnir á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf. Aðspurður hvort rottan hafi fundist svarar Jón: „Það er eins gott að rottan finnist annars á maður væntanlega von á loftárás." Jón íhugar nú stöðu sína og telur líklegt að hann fari í mál við lögregluna vegna málsins. Ákvörðun þess eðlis hefur þó ekki verið tekin. Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Viðbúnaður á Bústaðavegi: Par handtekið Lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga í heimahúsi við Byggðarenda í Bústaðahverfi. Tilkynnt var um vopnaðan mann og fór sérsveit lögreglunnar á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir hvort fólkið, sem er par hafi í raun verið vopnað. Maðurinn veitti nokkra mótspyrnu við handtökuna að sögn lögreglu. Parið, sem býr í húsinu hefur komið við sögu lögreglu áður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumenn sem voru að vakta húsið eftir að tilkynningin um vopnaðan mann barst hafi talið sig heyra skothvell og því hafi verið ákveðið að handtaka manninn. 16. desember 2009 12:01 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Sjá meira
„Við vorum að horfa á Law abiding citizen þegar ég fékk símtal frá lögreglunni um að koma út," segir Jón Hilmar Hallgrímsson, en sérsveit lögreglunnar handtók hann og vinkonu hans í dag vegna gruns um að hann væri vopnaður. Tilkynning barst til lögreglunnar í dag að maður vopnaður haglabyssu væri í garði Jóns. Í ljós kom að meindýraeyðir var á ferð sem ætlaði að góma rottu. Jón Hilmar fór út og mættu honum þá sex vopnaðir sérsveitarmenn sem skipuðu honum að leggjast í jörðina. Hann neitaði þar sem jörðin var skítug. Í kjölfarið kom til átaka sem varð til þess að Jón Hilmar meiddist lítillega að eigin sögn. „Ég er tognaður víðsvegar á líkamanum og rifflaður á enninu og svona," sagði Jón sem er verulega ósáttur við fangabrögð sérsveitarinnar. Hann var handtekinn í kjölfarið og vinkona hans einnig. Þau voru færð á lögreglustöð á meðan húsleit var framkvæmd á heimilinu. Þeim er báðum verulega brugðið að sögn Jóns. Skothvellir reyndust koma frá hasarmynd. Þeim var svo sleppt þegar ekkert saknæmt fannst á heimili Jóns Hilmars og í ljós kom að byssumaðurinn var meindýraeyðir vopnaður svörtu vasaljósi. Jón segir að þetta sé í annað skiptið sem lögreglan hefur afskipti af heimilinu í vikunni og telur um áreitni sé að ræða. „Þetta gengur ekki svona," segir Jón Hilmar en lögreglan segist hafa heyrt skothvelli þegar þeir komu á vettvang. Hvellirnir reyndust vera í hasarmyndinni sem Jón var að horfa á. Sjálfur segir Jón að það sé ómögulegt að þeir hafi talið skothvellina vera raunverulega þar sem hátalarar sem voru tengdir við tölvu voru ekki hátt stilltir. Spurður hvort viðbrögð lögreglunnar hafi ekki verið eðlileg í ljósi þess að hann hafi komist áður í kast við lögin segir Jón að hann hafi síðast verið dæmdur fyrir afbrot fyrir tíu árum síðan. „Maður myndi halda að slíkt væri fyrnt," segir hann og bætir við að það sé varla tilefni til þess að mæta með sérsveitina á vettvang. Jón átti áður sólbaðstofu en er búinn að selja hana. Hann segist nú vera athafnamaður og stefnir á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf. Aðspurður hvort rottan hafi fundist svarar Jón: „Það er eins gott að rottan finnist annars á maður væntanlega von á loftárás." Jón íhugar nú stöðu sína og telur líklegt að hann fari í mál við lögregluna vegna málsins. Ákvörðun þess eðlis hefur þó ekki verið tekin.
Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Viðbúnaður á Bústaðavegi: Par handtekið Lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga í heimahúsi við Byggðarenda í Bústaðahverfi. Tilkynnt var um vopnaðan mann og fór sérsveit lögreglunnar á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir hvort fólkið, sem er par hafi í raun verið vopnað. Maðurinn veitti nokkra mótspyrnu við handtökuna að sögn lögreglu. Parið, sem býr í húsinu hefur komið við sögu lögreglu áður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumenn sem voru að vakta húsið eftir að tilkynningin um vopnaðan mann barst hafi talið sig heyra skothvell og því hafi verið ákveðið að handtaka manninn. 16. desember 2009 12:01 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Sjá meira
Viðbúnaður á Bústaðavegi: Par handtekið Lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga í heimahúsi við Byggðarenda í Bústaðahverfi. Tilkynnt var um vopnaðan mann og fór sérsveit lögreglunnar á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir hvort fólkið, sem er par hafi í raun verið vopnað. Maðurinn veitti nokkra mótspyrnu við handtökuna að sögn lögreglu. Parið, sem býr í húsinu hefur komið við sögu lögreglu áður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumenn sem voru að vakta húsið eftir að tilkynningin um vopnaðan mann barst hafi talið sig heyra skothvell og því hafi verið ákveðið að handtaka manninn. 16. desember 2009 12:01
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent