Enski boltinn

Enn og aftur frestað hjá Guðjóni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Crewe leikur ekki í kvöld.
Crewe leikur ekki í kvöld.

Vetrarhörkurnar á Englandi hafa heldur betur riðlað leikjaplani neðri deilda. Guðjón Þórðarson og lærisveinar í Crewe áttu að leika gegn Bristol Rovers í 2. deildinni í kvöld en leiknum hefur verið frestað.

Við skoðun á vellinum fyrr í dag var ákveðið að leikurinn ætti að fara fram en þegar hann var skoðaður aftur í kvöld var ákveðið að fresta honum. Völlurinn er ísi lagður og voru báðir knattspyrnustjórarnir samþykkir þessari ákvörðun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×