Enski boltinn

Silvestre frá í þrjár vikur

Mikael Silvestre
Mikael Silvestre NordicPhotos/GettyImages

Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre hjá Arsenal verður frá keppni næstu þrjár vikurnar eftir að hann meiddist á læri í bikarleiknum gegn Plymouth á laugardaginn.

Arsenal er í nokkrum vandræðum vegna meiðsla varnarmanna, en bæði Gael Clichy og Kolo Toure misstu af leik helgarinnar vegna meiðsla.

Arsene Wenger segir að Silvestre verði ekki leikfær fyrr en í lok janúar en reiknar með því að Clichy verði klár í slaginn gegn Bolton í næstu viku.

Þá er Toure sagður við það að ná sér af nárameiðslum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×