Enski boltinn

Valencia ætlar ekki að slá slöku við

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Antonio Valencia í leik með Manchester United gegn Wolves í vikunni.
Antonio Valencia í leik með Manchester United gegn Wolves í vikunni. Nordic Photos / Getty Images

Antonio Valencia hefur lofað því að leggja sig allan fram og bæta sig enn frekar eftir því sem líður á tímabilið með Manchester United.

Valencia kom til United frá Wigan í sumar og hefur þótt standa sig ágætlega. Hann hefur þegar skorað fimm mörk í öllum keppnum með United sem þykir nokkuð gott.

„Ég skoraði aðeins sjö mörk á þremur árum með Wigan - og þá eru allar æfingarnar meðtaldar," sagði hann í léttum dúr við enska fjölmiðla.

„Ég er ánægður með það sem ég hef gert en ætla mér enn meira í framtíðinni. Ég vil halda áfram að bæta mig, læra og ná meiri árangri."

„Stuðningsmenn mega eiga von á því að sjá mun meira frá mér eftir því sem líður á tímabilið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×