Enski boltinn

Hermann leikjahæsti Norðurlandabúinn

Arnar Björnsson skrifar
Hermann Hreiðarsson í metleiknum sínum í gær.
Hermann Hreiðarsson í metleiknum sínum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Hermann Hreiðarsson lék 319. leik sinn í úrvalsdeildinni þegar að Portsmouth tapaði fyrir Chelsea í gær, 2-1.

Enginn leikmaður frá Norðurlöndum hefur spilað fleiri leiki í deildinni, Hermann skaust í gær upp fyrir Finnann Sami Hyppia sem lék 318 leiki fyrir Liverpool.

Hér fyrir neðan má sjá alla Íslendingana sem hafa leikið í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar:

Hermann Hreiðarsson 319 leikir/14 mörk - 46 gul spjöld/2 rauð

Eiður Smári Guðjonsen 186/54 mörk - 7/1

Guðni Bergsson 135/8 - 17/2

Heiðar Helguson 80/19 - 21/1

Ívar Ingimarsson 73/4 mörk - 10/0

Grétar Rafn Steinsson 61/2 - 10/0

Arnar Gunnlaugsson 45/3 mörk - 1/0

Brynjar Björn Gunnarsson 43/3 mörk - 4/1

Jóhannes Karl Guðjónsson 29/2 mörk - 4/1

Lárus Orri Sigurðsson 29/0 - 4/0

Þorvaldur Örlygsson 20/1 - 1/0

Þórður Guðjónsson 10/1 - 1/0

Jóhann B Guðmundsson 9/0 - 1/0








Fleiri fréttir

Sjá meira


×