Enski boltinn

Rafael Benitez: Yossi að sanna sig sem byrjunarliðsmaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yossi Benayoun átti frábæran leik með Liverpool í dag.
Yossi Benayoun átti frábæran leik með Liverpool í dag. Mynd/AFP

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, sagði að Ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun hafi sannað sig með því að skora þrennu í 4-0 sigri á Burnley í dag. Benitez segir að Benayoun hafi ekki látið ferðaþreytu hafa áhrif á sig.

„Yossi var búinn að vera með landsliðinu í vikunni og hafði ferðast mikið en hann vildi endilega spila leikinn. Það er mikilvægt fyrir hann að sýna sig og sanna á hverri æfingu og í hverjum leik," sagði Benitez.

„Á síðustu tímabilum hefur hann sýnt mikilvægi sitt í að koma sterkur inn af bekknum en núna er hann að sýna það og sanna að hversu öflugur hann getur verið sem byrjunarliðsmaður," sagði Benitez. Auk þess að skora þrennu átti Yossi Benayoun einnig mikið þátt í fjórða markinu sem Dirk Kuyt skoraði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×