Kirkjuklukkum hringt 350 sinnum vegna umhverfisógnar 11. desember 2009 11:20 Í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn verður kirkjuklukkum um allan heim hringt 350 sinnum, sunnudaginn 13. desember klukkan þrjú, „til að minna á þá umhverfisvá sem steðjar að jarðarbúum vegna hlýnunar andrúmsloftsins," að því er fram kemur í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni. Hér á landi verður kirkjuklukkum hringt víða um land. Í tilkynningunni segir að hún eigi að tákna þrennt: „Þá vá sem steðjar að mannkyni í lofslagsmálum vegna hlýnunar andrúmsloftsins; vonina sem kristið fólk um allan heim vill minna á frammi fyrir því er ógnar öllu lífi; athafnir, sem þarf að grípa til svo að snúa megi þessari óheillaþróun við." Ástæðan fyrir því að klukkunum verður hringt 350 sinnum er sú að það er álit margra vísindamanna og loftslagsfræðinga að magn koltvíildis í andrúmsloftinu megi ekki fara yfir 350 hluta á móti milljón (350 ppm). Ef magnið er komið upp fyrir það hlýnar andrúmsloftið með þeim afleiðingum að jöklar bráðna og heimshöfin hækka. Fyrir 200 árum var magn koltvíildis í andrúmsloftinu 275 hlutar af milljón en nú þegar er það komið upp í 387 hluta. Það merkir að minnka þarf losun koltvíildis úr andrúmsloftinu frá því sem nú er að því er segir í tilkynningunni. „Sunnudaginn 13. desember þegar loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur sem hæst í Kaupmannahöfn verður klukkum Frúarkirkju hringt 350 sinnum við lok guðsþjónustu þar svo og í mörgum kirkjum í Danmörku. Reyndar hefst þessi táknræna athöfn á Fiji-eyjum í Kyrrahafi klukkan þrjú að staðartíma þar sem blásið verður í kuðunga sem eru hefðbundin hljóðfæri eyjaskeggja. Síðan berst hljóðið í vesturátt, klukkum hringt, blásið í lúðra, barðar bumbur eða slegið á allt eftir venju hvers lands um sig," segir ennfremur um leið og minnt er á að áður fyrr hafi kirkjuklukkum verið hringt þegar ógn steðjaði að, svo sem vegna stríðs, en einnig til að lýsa friði. Loftslagsmál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn verður kirkjuklukkum um allan heim hringt 350 sinnum, sunnudaginn 13. desember klukkan þrjú, „til að minna á þá umhverfisvá sem steðjar að jarðarbúum vegna hlýnunar andrúmsloftsins," að því er fram kemur í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni. Hér á landi verður kirkjuklukkum hringt víða um land. Í tilkynningunni segir að hún eigi að tákna þrennt: „Þá vá sem steðjar að mannkyni í lofslagsmálum vegna hlýnunar andrúmsloftsins; vonina sem kristið fólk um allan heim vill minna á frammi fyrir því er ógnar öllu lífi; athafnir, sem þarf að grípa til svo að snúa megi þessari óheillaþróun við." Ástæðan fyrir því að klukkunum verður hringt 350 sinnum er sú að það er álit margra vísindamanna og loftslagsfræðinga að magn koltvíildis í andrúmsloftinu megi ekki fara yfir 350 hluta á móti milljón (350 ppm). Ef magnið er komið upp fyrir það hlýnar andrúmsloftið með þeim afleiðingum að jöklar bráðna og heimshöfin hækka. Fyrir 200 árum var magn koltvíildis í andrúmsloftinu 275 hlutar af milljón en nú þegar er það komið upp í 387 hluta. Það merkir að minnka þarf losun koltvíildis úr andrúmsloftinu frá því sem nú er að því er segir í tilkynningunni. „Sunnudaginn 13. desember þegar loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur sem hæst í Kaupmannahöfn verður klukkum Frúarkirkju hringt 350 sinnum við lok guðsþjónustu þar svo og í mörgum kirkjum í Danmörku. Reyndar hefst þessi táknræna athöfn á Fiji-eyjum í Kyrrahafi klukkan þrjú að staðartíma þar sem blásið verður í kuðunga sem eru hefðbundin hljóðfæri eyjaskeggja. Síðan berst hljóðið í vesturátt, klukkum hringt, blásið í lúðra, barðar bumbur eða slegið á allt eftir venju hvers lands um sig," segir ennfremur um leið og minnt er á að áður fyrr hafi kirkjuklukkum verið hringt þegar ógn steðjaði að, svo sem vegna stríðs, en einnig til að lýsa friði.
Loftslagsmál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira