Linda Pé hógvær í viðtali við Times 9. maí 2009 09:00 Afneitar Miss World Linda Pétursdóttir hálfpartinn afneitar Miss World en viðurkennir að hún hafi getað notað titilinn til góðs.fréttablaðið/GVA Linda Pétursdóttir, fyrrum Ungfrú heimur og framkvæmdastjóri Baðhússins, fór á kostum í viðtali við breska stórblaðið Times í vikunni. Linda var í hópi með tíu alheimsfegurðardrottningum þar sem þær ræddu um hvernig þessi umdeildi titill hefur leikið þær og hvað hefur á daga þeirra drifið frá því að þær voru krýndar þessari nafnbót. Blaðakonan Valantine Low á heiðurinn að þessari samkundu og er Linda kynnt til sögunnar sem einstæð móðir og því bætt við að hún hafi eitt sinn verið valin frumkvöðull ársins. Valantine tekur síðan smá spjall við fegurðardrottningarnar, rifjar upp fjölbreytt lífshlaup þeirra og spyr þær út í þessa keppni. Linda heldur sig augljóslega til hlés þar til kemur að myndatökunni en þá kemur hún inn í greinina af miklum krafti. Á meðan fegurðardrottningarnar velta vöngum yfir því í hverju þær eiga að vera stendur Linda álengdar. „Mér er alveg sama, ég verð bara aftast,“ segir Linda við blaðamanninn, sem verður hálf hlessa. Að kona sem eitt sinn þótti sú fegursta í öllum heiminum skuli vera svona hæversk. „Þetta er ekki minn lífsstíll,“ bætir Linda við og lítur á nýlegri sigurvegara og veltir fyrir sér klæðnaði þeirra með augunum. Blaðamaður Times fær þá á tilfinninguna að Linda sé ekki beint aðdáandi ævintýraheimsins sem umlykur Miss World-keppnina. Og Linda neitar meira að segja að svara spurningum um hvað henni finnist um Miss World, leggur frekar til að blaðamaðurinn spyrji um efnahagsástandið á Íslandi. „Því það er mun verra en margur heldur,“ segir Linda, alveg blákalt. Hún fellst síðan á að ræða aðeins um eftirmál krúnunnar, segir bæði góða og slæma hluti hafa komið út úr því. „Á einu augabragði vissu allir allt um mig á Íslandi því við erum jú svo lítil þjóð. Mér tókst reyndar að nýta mér þennan meðbyr og stofnaði fyrirtæki,“ segir Linda.- fgg Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Linda Pétursdóttir, fyrrum Ungfrú heimur og framkvæmdastjóri Baðhússins, fór á kostum í viðtali við breska stórblaðið Times í vikunni. Linda var í hópi með tíu alheimsfegurðardrottningum þar sem þær ræddu um hvernig þessi umdeildi titill hefur leikið þær og hvað hefur á daga þeirra drifið frá því að þær voru krýndar þessari nafnbót. Blaðakonan Valantine Low á heiðurinn að þessari samkundu og er Linda kynnt til sögunnar sem einstæð móðir og því bætt við að hún hafi eitt sinn verið valin frumkvöðull ársins. Valantine tekur síðan smá spjall við fegurðardrottningarnar, rifjar upp fjölbreytt lífshlaup þeirra og spyr þær út í þessa keppni. Linda heldur sig augljóslega til hlés þar til kemur að myndatökunni en þá kemur hún inn í greinina af miklum krafti. Á meðan fegurðardrottningarnar velta vöngum yfir því í hverju þær eiga að vera stendur Linda álengdar. „Mér er alveg sama, ég verð bara aftast,“ segir Linda við blaðamanninn, sem verður hálf hlessa. Að kona sem eitt sinn þótti sú fegursta í öllum heiminum skuli vera svona hæversk. „Þetta er ekki minn lífsstíll,“ bætir Linda við og lítur á nýlegri sigurvegara og veltir fyrir sér klæðnaði þeirra með augunum. Blaðamaður Times fær þá á tilfinninguna að Linda sé ekki beint aðdáandi ævintýraheimsins sem umlykur Miss World-keppnina. Og Linda neitar meira að segja að svara spurningum um hvað henni finnist um Miss World, leggur frekar til að blaðamaðurinn spyrji um efnahagsástandið á Íslandi. „Því það er mun verra en margur heldur,“ segir Linda, alveg blákalt. Hún fellst síðan á að ræða aðeins um eftirmál krúnunnar, segir bæði góða og slæma hluti hafa komið út úr því. „Á einu augabragði vissu allir allt um mig á Íslandi því við erum jú svo lítil þjóð. Mér tókst reyndar að nýta mér þennan meðbyr og stofnaði fyrirtæki,“ segir Linda.- fgg
Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira