Linda Pé hógvær í viðtali við Times 9. maí 2009 09:00 Afneitar Miss World Linda Pétursdóttir hálfpartinn afneitar Miss World en viðurkennir að hún hafi getað notað titilinn til góðs.fréttablaðið/GVA Linda Pétursdóttir, fyrrum Ungfrú heimur og framkvæmdastjóri Baðhússins, fór á kostum í viðtali við breska stórblaðið Times í vikunni. Linda var í hópi með tíu alheimsfegurðardrottningum þar sem þær ræddu um hvernig þessi umdeildi titill hefur leikið þær og hvað hefur á daga þeirra drifið frá því að þær voru krýndar þessari nafnbót. Blaðakonan Valantine Low á heiðurinn að þessari samkundu og er Linda kynnt til sögunnar sem einstæð móðir og því bætt við að hún hafi eitt sinn verið valin frumkvöðull ársins. Valantine tekur síðan smá spjall við fegurðardrottningarnar, rifjar upp fjölbreytt lífshlaup þeirra og spyr þær út í þessa keppni. Linda heldur sig augljóslega til hlés þar til kemur að myndatökunni en þá kemur hún inn í greinina af miklum krafti. Á meðan fegurðardrottningarnar velta vöngum yfir því í hverju þær eiga að vera stendur Linda álengdar. „Mér er alveg sama, ég verð bara aftast,“ segir Linda við blaðamanninn, sem verður hálf hlessa. Að kona sem eitt sinn þótti sú fegursta í öllum heiminum skuli vera svona hæversk. „Þetta er ekki minn lífsstíll,“ bætir Linda við og lítur á nýlegri sigurvegara og veltir fyrir sér klæðnaði þeirra með augunum. Blaðamaður Times fær þá á tilfinninguna að Linda sé ekki beint aðdáandi ævintýraheimsins sem umlykur Miss World-keppnina. Og Linda neitar meira að segja að svara spurningum um hvað henni finnist um Miss World, leggur frekar til að blaðamaðurinn spyrji um efnahagsástandið á Íslandi. „Því það er mun verra en margur heldur,“ segir Linda, alveg blákalt. Hún fellst síðan á að ræða aðeins um eftirmál krúnunnar, segir bæði góða og slæma hluti hafa komið út úr því. „Á einu augabragði vissu allir allt um mig á Íslandi því við erum jú svo lítil þjóð. Mér tókst reyndar að nýta mér þennan meðbyr og stofnaði fyrirtæki,“ segir Linda.- fgg Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
Linda Pétursdóttir, fyrrum Ungfrú heimur og framkvæmdastjóri Baðhússins, fór á kostum í viðtali við breska stórblaðið Times í vikunni. Linda var í hópi með tíu alheimsfegurðardrottningum þar sem þær ræddu um hvernig þessi umdeildi titill hefur leikið þær og hvað hefur á daga þeirra drifið frá því að þær voru krýndar þessari nafnbót. Blaðakonan Valantine Low á heiðurinn að þessari samkundu og er Linda kynnt til sögunnar sem einstæð móðir og því bætt við að hún hafi eitt sinn verið valin frumkvöðull ársins. Valantine tekur síðan smá spjall við fegurðardrottningarnar, rifjar upp fjölbreytt lífshlaup þeirra og spyr þær út í þessa keppni. Linda heldur sig augljóslega til hlés þar til kemur að myndatökunni en þá kemur hún inn í greinina af miklum krafti. Á meðan fegurðardrottningarnar velta vöngum yfir því í hverju þær eiga að vera stendur Linda álengdar. „Mér er alveg sama, ég verð bara aftast,“ segir Linda við blaðamanninn, sem verður hálf hlessa. Að kona sem eitt sinn þótti sú fegursta í öllum heiminum skuli vera svona hæversk. „Þetta er ekki minn lífsstíll,“ bætir Linda við og lítur á nýlegri sigurvegara og veltir fyrir sér klæðnaði þeirra með augunum. Blaðamaður Times fær þá á tilfinninguna að Linda sé ekki beint aðdáandi ævintýraheimsins sem umlykur Miss World-keppnina. Og Linda neitar meira að segja að svara spurningum um hvað henni finnist um Miss World, leggur frekar til að blaðamaðurinn spyrji um efnahagsástandið á Íslandi. „Því það er mun verra en margur heldur,“ segir Linda, alveg blákalt. Hún fellst síðan á að ræða aðeins um eftirmál krúnunnar, segir bæði góða og slæma hluti hafa komið út úr því. „Á einu augabragði vissu allir allt um mig á Íslandi því við erum jú svo lítil þjóð. Mér tókst reyndar að nýta mér þennan meðbyr og stofnaði fyrirtæki,“ segir Linda.- fgg
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira